is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48183

Titill: 
  • Víkingar Vakna : sviðsetning á hugmyndum um karlmennsku og hvítleika á samfélagsmiðlum Gumma Emils
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður skoðað hvernig Gummi Emil, áhrifavaldur og líkamsræktarfrömuður, sviðsetur hugmyndir um karlmennsku og hvítleika til að ná til notenda á samfélagsmiðlunum Instagram og Tiktok. Einnig verður athugað að hvaða marki umrædd sviðsetning sé viðbragð við feminískri samfélagsumræðu síðustu ára.

    Gummi Emil hefur á síðustu árum náð að byggja upp stóran áhorfendahóp á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok. Myndböndin hans stuðla einna helst að heilsurækt, sjálfstrú, tengingu við náttúru og menningararf Íslendinga. Leggur Gummi Emil ofuráherslu á styrk ásamt því að tengja sjálfan sig við víkinga.

    Styðst verður við fræðigreinar Kristínar Loftsdóttir, The Exotic North og The Danes don‘t get it. Þar skoðar Kristín þjóðarsál íslendinga út frá harðneskjulegri náttúru Íslands og framandi ásýnd evrópubúa á Íslandi á 19.öld, en íslenskir fræðimenn reyndu lengi að víkja undan þessum hugmyndum. Út frá því greinir hún markaðsetningu íslensku ríkistjórnarinnar á þjóðarímynd Íslands eftir bankahrunið 2008. Skoðuð verður #Metoo bylgjan, slaufunarmenning (e. cancel culture) og skaðleg karlmennska (e. toxic masculinity) ásamt hugmyndafræði Jordan Peterson og áhrifum hans á unga karlmenn. Skoðaðar verða hliðstæður í hugmyndafræðum Jordan Peterson og Gumma Emils og hvað greinir þær í sundur, þar má nefna stuðning Gumma Emils við hinseginsamfélagið.
    Í megin niðurstöðum í greiningunni má ætla að Gumma Emil hafi orðið fyrir áhrifum ímyndunarherferðar íslensku ríkistjórnarinnar og eru vísbendingar um að Gummi Emil tákni ný straumhvörf í hugmyndum samfélagsins hvað karlmennsku varðar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Víkingar Vakna, BA ritgerð - María Jóngerð.pdf3,3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna