is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4819

Titill: 
  • Árangursmat á náms- og starfsfræðslu í starfsmenntaskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort náms- og starfsfræðsla skili árangri í starfsmenntaskóla. Lagt er mat á náms- og starfsfræðslu í Tækniskólanum sem byggir á námsefninu Lífsbrautin – lífsleikni fyrir framhaldsskóla. Þátttakendur eru 167, í tilraunahópi er 121 nemandi og 46 nemendur í samanburðarhópi. Spurningalisti var lagður fyrir bæði áður og eftir að fræðsla fór fram. Spurningalistinn var hannaður með hliðsjón af þeim hluta námsefnisins sem flokkast undir náms- og starfsfræðslu. Listinn skiptist í þrjá hluta auk bakgrunnsupplýsinga.
    Helstu niðurstöður sýna að munur er marktækur á sex af sjö þáttum lærdóms sem eru til skoðunar í könnuninni. Í ljós koma mestar framfarir á þættinum um vitund um atvinnulíf og störf, en sá þáttur fær mest vægi í kennslunni. Hinir fimm þættir lærdóms sýna allir marktækan mun eftir að fræðsla fer fram, en þrjár til sex spurningar falla undir hvern þátt. Þetta eru: Vitund um vinnubrögð í námi, vitund um áhuga, störf og markmið, vitund um nám og námsmöguleika, vitund um sjálfsmynd og vitund um samfélagið.
    Niðurstöður benda til að það skili árangri að örva nemendur til að hugsa um nám og störf í starfsmenntaskóla. Mikilvægt er því að huga að því hvernig hægt er að efla náms- og starfsfræðslu á framhaldsskólastigi.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð_loka[1].pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna