Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48194
Þessi meistararitgerð er vísir að skapandi kennslubók fyrir unga byrjendur í píanóleik, eins konar forskóli fyrir unga píanónemendur. Bókin er hugsuð fyrir 4-6 ára börn og byggir á kennslu í píanótækni í litlum skrefum þar sem barnið kynnist hljóðfærinu með huga og höndum í gegnum leik, sköpun, spuna og eigin tónsmíðar. Einnig lærir barnið hrynlestur, nótnalestur og að tengja nótnaheiti hljómborðsins við hefðbundna nótnaskrift. Ung börn hafa sterka innbyggða getu til þess að taka við upplýsingum, sérstaklega ef skrefin eru lítil, einföld og fara bæði fram í gegnum huga og líkama, í öruggu og glaðlegu umhverfi. Góður grunnur styrkir sjálfsmynd nemenda og helst í hendur við öryggi í allri framkomu. Það er mikilvægt fyrir valdeflingu og persónulegan þroska barnsins.
Ritgerðin er unnin í anda starfendarannsókna og í henni fléttast saman reynsla mín sem tónlistarkennari í tæp 20 ár og fræðilegur bakgrunnur sem styður efnið. Margar hugmyndir undangenginna kennara hafa þróast með mér í gegnum árin og veita námsefni mínu farveg. Ég styðst einnig við dagbókarskrif sem ég hef stundað í gegnum námið mitt. Ef ungt barn fær tækifæri til þess að skapa og tjá sig á píanó áður en hefðbundið píanónám á sér stað ætti það að eiga auðveldara með að tileinka sér efnistök hefðbundinna kennslubóka í píanóleik og fara hraðar yfir þær. Með skapandi byrjendakennslu getur hljómborðið laðað fram leikgleði og sköpunarkraft sem hvort tveggja eru hverju barni eðlislæg, ef barnið fær hvatningu og góðan jarðveg til að vaxa í. Þetta nýtist barninu jafnt í klassísku námi sem og rytmísku, en mikilvægt er að nemendur hafi fengið tækifæri til að spreyta sig á hvort tveggja að námi loknu.
This master's thesis is a seedling for a creative music teaching book for young beginners of piano playing, a kind of pre-school for young piano students. The book is intended for four to six-year-olds and is based on small-step piano lessons where the child gets to know the instrument with their mind and hands through play, creativity, improvisation, and their own composition. The child also learns rhythm reading, music reading, and to associate the keyboard keys' names with traditional notation. Young children have a strong built-in ability to receive information, especially if the steps are small, simple, and carried out through both mind and body in a safe and cheerful environment. A good foundation strengthens students' self-image and goes hand in hand with confident behavior. This is important for the child's empowerment and personal development.
The thesis is written in the spirit of action research where my experience as a music teacher for almost 20 years and the academic background supporting the material are interwoven. The thesis is also based on my journal writing through the years, documenting thoughts and experiences of teaching. The ideas and methods of teachers who came before me have influenced me and with my teaching throughout the years given the idea of a creative music teaching book a path. If a young child is given the opportunity to create and express themselves on the piano before traditional piano lessons take place, the child should find it easier to assimilate the topics of traditional piano books and review them more quickly. With creative beginner teaching, the keyboard can encourage the intrinsic playfulness and creativity every child has, if the child receives motivation and a positive environment to flourish in. This is also useful for the child in classical studies as well as in rhythmic studies, but it is important students have the opportunity to try both out before the end of their studies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kolbrún_LHÍ_an_vidauka.pdf | 802,38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |