is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48197

Titill: 
  • Auto-Tune : saga, þróun og viðhorf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um hugbúnaðinn Auto-Tune sem kom fram á sjónarsviðið 1997. Ætlunin er að rannsaka hvernig sá hugbúnaður, sem upprunalega var hannaður til tónréttingar, varð til og hver var ætlun þess manns sem upphaflega þróaði hann. Farið verður yfir hvernig bandaríski verkfræðingurinn Andy Hildebrand vann að því sem kallast „pitch-correction“ eða „tónleiðrétting“ sem felst í Auto-Tune hugbúnaðinum án þess þó að djúpt verði farið í tæknina sjálfa. Fjallað verður um fyrstu viðtökur Auto-tune síðan tæknin vakti fyrst verulega athygli í laginu ,,Believe“ eftir Cher. Síðar risu deilur um Auto-Tune þegar bandarískir rapparar tóku búnaðinn upp á sína arma. Sumum, og jafnvel sumum úr þeirra eigin hópi, fannst þeir ganga of langt og andstaða gegn Auto-Tune reis einmitt einna hæst á því tímabíli. Þessi ritgerð rýnir einnig í viðtöl við íslenskt tónlistarfólk sem tekin voru með þessar hugleiðingar um notkun Auto-Tune að leiðarljósi, í senn við tónlistarsköpun, upptökur og listrænt innihald og möguleika. Að síðustu verður svo velt vöngum um hvernig notkun Auto-Tune muni þróast samfara aukinni notkun gervigreindar (AI) við tónlistarsköpun.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
isleifur BA -.- 2 final1.1 yfirfarið.pdf537,65 kBOpinnPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ný uppfærsla vegna athugasemda við sniðmát, yfirfarið