en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's) University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/481

Title: 
 • Title is in Icelandic Gæðastjórnun og gæðakerfi
Degree: 
 • Bachelor's
Authors: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Verkefnið fjallar um gæðastjórnun og gæðakerfi. Fjallað er um gæðakerfin HACCP, GMP, ISO og FEMAS sem er nýtt gæðakerfi hannað af breskum fóðurkaupendum, auk þess er fjallað um altæka gæðastjórnun (AGS) og vörugæði.
  Verkefnið er heimildarvinna þar sem farið er yfir þær kröfur sem gerðar eru til hvers gæðakerfis fyrir sig. Ekki er reynt að bera þau saman.
  Tildrög þess að farið var að skoða gæðastjórnun og gæðakerfi almennt eru að nú nýverið lögðu breskir kaupendur á fiskimjöli og lýsi þær kröfur fram að íslenskar fiskimjölsverksmiðjur þyrftu að hafa FEMAS gæðastimpil svo leyfi fengist fyrir innflutningi framleiðslu þeirra til Bretlands. FEMAS gæðakerfið byggir að mestu á HACCP og einnig lítillega á GMP.
  Samstarfsaðilar við gerð verkefnisins eru starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar (hér eftir nefnt H.Þ.) ásamt Tim Oliver sem er einn af hönnuðum FEMAS kerfisins.
  Hér á eftir er kröfum kerfanna gerð skil og í framhaldi af því er svo skrifuð ný gæðahandbók fyrir H.Þ. sem fellur að kröfum HACCP og kröfum FEMAS.
  Auk þess að fjalla um gæðakerfi var gæðahandbók H.Þ. skoðuð og reynt að meta hvort að hún fylgdi kröfum HACCP, eins og haldið var fram, eða ekki. Tilgáta eitt er sú að svo sé ekki og innihald hennar sé annarsvegar meira en kröfur segja til um og hinsvegar að hún sé ekki virk innan fyrirtækisins.
  Tilgáta tvö er sú að eftirlitsaðilar með gæðakerfum í íslenskum matvælafyrirtækjum hafi ekki staðið vel að verki við eftirlit með virkni gæðahandbóka í sjávarútvegsfyrirtækjum.
  Í stuttu máli þá stóðust báðar tilgáturnar og niðurstaðan er sú að bæta þarf eftirlit með gæðahandbókum og virkni þeirra í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
  Verkefnið skiptis í þrjá hluta en þeir eru
  Fyrsti hluti: Umfjöllun um gæðastjórnun og gæðakerfi
  Annar hluti: Gæðahandbók fyrir fiskimjölsverksmiðju H.Þ.
  Þriðji hluti: Viðaukar
  Leitarorð: gæðastjórnun – gæðakerfi – gæðaeftirlit – altæk gæðastjórnun.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Accepted: 
 • Jan 1, 2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/481


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
gaedastj.pdf741.36 kBMembersGæðastjórnun og gæðakerfi - heildPDF
gaedastj_e.pdf133.39 kBOpenGæðastjórnun og gæðakerfi - efnisyfirlitPDFView/Open
gaedastj_h.pdf138.5 kBOpenGæðastjórnun og gæðakerfi - heimildaskráPDFView/Open
gaedastj_u.pdf149.27 kBOpenGæðastjórnun og gæðakerfi - útdrátturPDFView/Open