Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48202
Nafnið á sýningunni minni: Flagð (2023) er innblásið af málshættinum: „Oft er flagð undir fögru skinni” en sá málsháttur rekur rætur sínar í óheilindi.1
Sýningin sem opnaði sumarið 2023 í Þulu, Marshallhúsinu byggðist á rannsóknum mínum á staðalímyndum konunnar og hins kvenlega, dökkum og lítt sýnilegum hliðum. Meistararitgerð mín fjallar um það ferli, frá hugmynd að fullgerðu verki ásamt því að fjalla um tvö verk af sýningu minni: Í þögninni (2024) sem opnaði 1. mars í Kubbnum, sýningarrými Listaháskóla Íslands. Ég gef innsýn í sköpunarheim minn þar sem ég leitast við að afhjúpa margbrotin lög sköpunarferlisins og samspil þess við samtíma og sögulegt samhengi. Skoða hvernig örlög manneskjunnar spinnast gegnum ófyrirsjáanlega atburðarrás þegar óheiðarleiki, óheilindi, valdabarátta og lægri stig mannlegs eðlis taka völdin og fórnarlambið situr fast í þræði sem spunninn er úr tilfinningalegu svartholi sem gjarnan á rætur í ábyrgðarleysi.
Fylgst er með myndun innra og ytra samhengis innan listaverka og þróun þeirra rakin gegnum stig breytinga, efasemda, þroska og lokasköpunar.
Ég leitast við að afhjúpa margbrotin lög sköpunarferlisins og samspil þess við samtímann og sögulegt samhengi, rannsóknir á hinu kvenlega, huldum hliðum þess og sjálfsmynd kvenna í nútímasamfélagi. Í verkum mínum skoða ég flókin samfélagsmynstur, mannlega tilveru, líkamann, valdabaráttu og þróun kvenlegrar sjálfsmyndar. Ég skoða ábyrgðina í eigin lífi, innsæið og hlutverk líkamans, ásamt því að velta fyrir mér hugmyndinni um fórnarlamb og geranda, hlutverki sýningarrýmis myndlistarinnar og hvernig persónulegur þroski listamannsins helst ávallt í hendur við þróun hugmyndaheims hans og verka.
Ritgerðin er byggð upp í fimm köflum sem hver um sig er helgaður hverju stigi í sköpunarferlinu, þar sem ég flétta inn fræðilegum sjónarhornum í tengslum við eigin listaverk og samhengi við aðra listamenn og vísunum í samfélagspólitíska orðræðu nútímans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sunneva Asa Weisshappel.Tilurð.12.04.2024.pdf | 4,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |