Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48208
Í þessari ritgerð er fjallað um samband andlegrar heilsu og óperunáms erlendis.
Tekin voru viðtöl við þrjá aðila sem eiga það sameiginlegt að hafa farið í nám erlendis og komið heim til Íslands aftur. Í ritgerðinni er fjallað um þá utanaðkomandi pressu sem getur oft fylgt því að vera í söngnámi og hvaða áhrif það getur haft á einstaklinginn. Einnig verður fjallað um ógnarkennslu og hvaða áhrif ófullnægjandi kennsla getur haft á sjálfstraust nemanda sem og andlega vellíðan. Þunglyndi og kvíði eru einnig umfjöllunarefni ritgerðarinnar og sjá má hvernig heimþrá spilar stóran þátt í lífi íslenskra nemenda erlendis. Þó svo að um sé að ræða erfiða tíma verður líka komið inn á tilfinningu um þakklæti og að lokum koma viðmælendur heilræðum áleiðis til söngnema sem gætu verið að stíga sín fyrstu skref erlendis.
Markmið ritgerðarinnar er að vekja athygli lesandans á því að ekki er endilega allt sem sýnist þegar kemur að fegurð þess að fara erlendis í nám, sem og að hjálpa lesandanum að fá innsýn í þann heim sem söngnemar og söngvarar búa við.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaútgáfa Lokaritgerðar Birgir 10.04.24 (1).pdf | 345.5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |