is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4820

Titill: 
  • Konur og þróun: Áhrif þróunarsamvinnu á stöðu kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um áhrif þróunarsamvinnu á konur. Ég mun rekja sögu þróunaraðstoðar og skoða ólíkar stefnur og kenningar sem hafa mótað hana á undanförnum áratugum. Margir fræðimenn vilja meina að litið hafi verið framhjá konum í þróunarstarfi en ákveðin vitundarvakning varð á málefnum kvenna í kringum 1970 þegar femínískra áhrifa fór að gæta í þróunargeiranum.
    Skýrslur frá þróunarsviðum Sameinuðu þjóðanna hafa undirstrikað kenningar fræðimanna um að konur séu yfirleitt verr staddar en karlar, bæði félags- og efnahagslega. Því virðist brýn þörf á að horfa sérstaklega til kvenna í þróunarstarfi. Í dag eru Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna ríkjandi viðmið í þróunarstarfi. Ég mun skoða hvernig þau snerta á málefnum kvenna og hvaða árangri þau hafa skilað.
    Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að bæta stöðu kvenna en þeir fræðimenn sem ég vitna í hér í ritgerðinni eru ekki á eitt sammála um hvernig þróunarstarf sé skilvirkast og jafnvel ekki um hvort að þróunarsamvinna virki yfir höfuð. Flestir eru þó á því máli að til þess að breyta stöðu kvenna þurfi að skoða ójöfn valdatengsl karla og kvenna og breyta karllægri formgerð samfélagsins, til að mynda með lagasetningum sem stuðla að jafnrétti kynjanna. Þetta þurfi þó að gera út frá sameiginlegum grundvelli beggja kynja.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAMIST.pdf297,25 kBLokaðurHeildartextiPDF