Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48220
Verkefnið er staðsett á grunni gamallar loðnubræðslu þaðan sem það dregur nafn sitt. Andi staðarins er álíka og við fornleifar: háir veggir, fallnir bjálkar og hrár grunnur þar sem gras sprettur úr sprungum. Leifar gömlu bræðslunar þjóna sem landslag sem arkitektúrinn aðlagar sig að. Verkefnið á sér stað í framtíðarsviðsmynd þar sem allur Reykjanesskaginn hefur verið yfirgefinn vegna gífurlegrar eldvirkni. „Fjölskyldan mín“ er í hópi
fyrstu landnemana til að snúa aftur í yfirgefna byggð Reykjanesskagans. Markmið þeirra er að endurreisa byggð í Sandgerði úr efniviðnum sem birtist í yfirgefnum húsum bæjarins.
Kynslóðahúsið hagar sér í samræmi við tímann, efnislegur líkami þess breytist og það sama á við um íbúana. Þar til að síðustu leifar byggingana hverfa ber tilvist efniviðsins vitnisburð um lífið og tilveruna sem áður var.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Grunnurinn.book.final.spreads.pdf | 145 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |