Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48229
Inngangur: Líkamlegt álag er vel rannsakað hjá útispilurum í fótbolta en mun minna hjá markvörðum.
Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvort mismunandi tímarammar (1 mín, 1,5 mín og 3 mín) hafi áhrif á líkamlegt álag þriggja markvarða í skotæfingu í fótbolta. Líkamlegt álag í leikjum og á æfingum var einnig skoðað til samanburðar.
Aðferð: Leikir, æfingar og staðlaðar skotæfingar voru skoðuð með Catapult G7 skynjunarnema á þremur markvörðum.
Niðurstöður: Líkamleg geta markvarða var minni á 3 mínútna tímaramma samanborið við 1 og 1,5 mínútna; DL/mín. 3 mín = 35,8 ± 3,8 (AU), 1,5 mín = 47,9 ± 9,6 (AU), 1 mín = 43,9 ± 14,3; HIDL/mín. 3 mín = 25,3 ± 6,3 (AU), 1,5 mín = 35,5 ± 12,8 (AU), 1 mín = 36,1 ± 13,0 (AU); HIDL% 3 mín = 70,4 ± 0,1 %, 1,5 mín = 72,4 ± 0,1 %, 1 mín = 81,0 ± 0,2 %, EE/mín. 3 mín = 3,1 ± 1,0 (AU), 1,5 mín = 4,8 ± 1. (AU) og ATTF 3 mín = 1,37 ± 0,14 (s), 1,5 mín = 1,29 ± 0,22 (s), 1 mín = 1,28 ± 0,16 (s).
Ályktanir: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um mismuninn á líkamlegu álagi á milli útispilara og markvarða í skotæfingum. Aðferðir til að dreifa álagi á markverði eru til að mynda að minnka tíðni á milli skota eða hafa nægilegan fjölda markvarða til taks svo skotæfingin sé leiklíkari og minnkar líkur á þreytueinkennum markvarðanna.
Leitarorð: Líkamlegt álag, Catapult, knattspyrna, hröðunarnemar, líkamlegar kröfur, markmaður.
Introduction: External load is well-studied among outfield players in football but much less among goalkeepers.
Objectives: The study's main focus was to investigate whether different timeframes (1-minute, 1.5-minute, and 3-minute) affect the external load on three goalkeepers during a football shooting drill. External load during twelve weeks of training and matches was also monitored for comparison.
Methods: Matches, training, and standardized shooting drills were evaluated with Catapult G7 sensors for three senior goalkeepers.
Results: The physical capacity of the goalkeepers was lower in the 3-minute, compared to 1- and 1.5-minute timeframes; DL/min 3-min = 35.8 ± 3.8 (AU), 1.5-min = 47.9 ± 9.6 (AU), 1-min = 43.9 ± 14.3; HIDL/min 3-min = 25.3 ± 6.3 (AU), 1.5-min = 35.5 ± 12.8 (AU), 1-min = 36.1 ± 13.0 (AU); HIDL% 3-min = 70.4 ± 0.1 %, 1.5-min = 72.4 ± 0.1 %, 1-min = 81.0 ± 0.2 %, EE/min 3-min = 3.1 ± 1.0 (AU), 1.5-min = 4.1 ± 1.8 (AU) and ATTF 3-min = 1.37 ± 0.14 (s), 1.5-min = 1.29 ± 0.22 (s), 1-min = 1.28 ± 0.16 (s).
Conclusion: Coaches need to be aware of the different external loads on goalkeepers and outfield players in shooting drills. To distribute the external load on goalkeepers in shooting drills, it is recommended to reduce the frequency between shots and ensure enough goalkeepers are involved to make the drill game-like and help avoid excessive fatigue.
Keywords: Catapult, physical demands, MEMS, GPS, soccer, accelerometer
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fjalar Þorgeirsson-External Load of Goalkeepers2.pdf | 1.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |