is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4823

Titill: 
  • Líknarþjónusta fyrir sjúklinga með langt gengna hjartabilun og aðstandendur þeirra: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hjartabilun er vaxandi heilbrigðisvandamál þrátt fyrir framfarir í meðferð hjarta- og æðasjúkdóma. Þegar sjúkdómurinn er langt genginn ógnar hann lífi sjúklinga, lífsgæði skerðast, spítalainnlagnir eru tíðar og einkenni mörg. Vegna flókinna þarfa krefst sjúklingahópurinn heildrænnar umönnunar. Líknarmeðferð veitt samhliða lífslengjandi meðferð skilar árangri fyrir sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma. Samvinna sérfræðinga í líknarmeðferð og hjartabilun heyrir hins vegar til undantekninga og sjúklingar með langt gengna hjartabilun og fjölskyldur þeirra njóta sjaldan þjónustu sérfræðinga í líknarmeðferð.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hvaða viðmið hafa verið notuð fyrir líknarmeðferð hjartabilaðra, hverskonar líknarþjónustur hafa verið þróaðar og árangur þeirra fyrir hjartabilaða og fjölskyldur þeirra. Fræðilega samantektin byggir á rafrænni heimildaleit að rannsókna- og yfirlitsgreinum frá 2002-2009 sem lýsa viðmiðum, skipulagi og/eða árangri líknarþjónustu fyrir sjúklinga með hjartabilun og fjölskyldur þeirra.
    Samkvæmt niðurstöðum samantektarinnar ætti við ákvörðun líknarmeðferðar að horfa á þörf fyrir líknarmeðferð en ekki einungis horfur. Mikilvægt er að líknarmeðferð hjartabilaðra sé unnin í samvinnu hjarta- og líknarteyma á hvaða vettvangi sem er. Með líknarmeðferð er hægt að draga úr líkamlegum og sálrænum einkennum, bæta lífsgæði og auka sjálfsumönnun. Sjúklingar vita betur hvernig á að bregðast við versnun einkenna og tjá frekar óskir varðandi meðferðartakmarkanir. Samfella í meðferð eykst og aðgangur að sérfræðiþjónustu verður betri. Með líknarþjónustu er hægt að auka ánægju sjúklinga og aðstandenda þeirra og létta undir álagi fjölskyldumeðlima. Þegar hjartabiluðum er veitt líknarþjónusta í heimahúsi fækkar komum á bráðamóttökur og endurinnlögnum, öryggistilfinning sjúklinga og fjölskyldna þeirra eykst og hjartabiluðum er gert kleift að vera lengur heima, jafnvel fram yfir andlát.
    Hjúkrunarfræðingar á hjartadeild og göngudeild eru í kjöraðstæðum til að greina einkenni og meta þarfir hjartabilaðra, hefja líknarmeðferð, meta þörf fyrir sérfræðiþjónustu og vera tengiliður milli fagstétta og þjónustustiga. Líknarmeðferð er kjörin fyrir sjúklinga með langt gengna hjartabilun og fjölskyldur þeirra samhliða meðferð sem lengir líf.

Samþykkt: 
  • 29.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms ritgerð_Guðríður.pdf450.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna