en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48244

Title: 
  • Title is in Icelandic Ósköpin öll og krafturinn sem breytingaskeiðið ber í skauti sér : verkefni sem stuðlar að vitundarvakningu um breytingaskeiðið í íslensku samfélagi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sextíuþúsund konur á Íslandi eru þessa stundina að upplifa einkenni breytingaskeiðsins sem hafa áhrif á líf þeirra og störf. Í ritgerðinni er rýnt í stöðu kvenna á breytingaskeiðinu í atvinnulífinu og mögulegar aðgerðir og stuðning, er varða málefni breytingaskeiðsins, sem erlendar rannsóknir benda til að séu til bóta fyrir konur og atvinnulífið. Litið er sérstaklega til Bretlands og aðgerða stjórnvalda í málum er varða breytingaskeiðið og atvinnulífið. Tölur frá Virk starfsendurhæfingamiðstöð sýna að konur á breytingaskeiðsaldrinum eru í meirihluta þeirra sem verða undir vegna veikinda og kulnunar. Benda rannsóknir til þess að ástæðan fyrir neikvæðri upplifun af breytingaskeiðinu sé komið til vegna aðgerðarleysis og skorts á fræðslu. Í ritgerðinni er rýnt í tilganginn með lífeðlisfræðilegu ferli breytingaskeiðs manneskjunnar og farið sérstaklega yfir rannsóknir sem benda á að tilgangur breytingaskeiðsins sé þáttur í náttúrulegum þroska konunnar sem sé umbreytingarferli yfir í lífeðlisfræðilegan verkefnastjóra. Einnig inniber ritgerðin þarfagreiningu sem unnin var í samstarfi við GYNAmedica lækninga og heilsumiðstöð kvenna. Þátttakendur eru þjónustuaðilar heilsumiðstöðvarinnar, samtals 187 talsins. Benda niðurstöður til þess að konur upplifi skort á stuðningi í atvinnulífinu, almennu utanumhaldi og vanþekkingar á málefninu í samfélaginu.
    Markmið: Vænst er til þess að ritgerðin sé undanfari frekari rannsókna á sviði atvinnulífsins er varðar konur á breytingaskeiðinu og aðgerða til stuðnings og eflingar kvenna í atvinnulífinu.
    Ályktun: Breytingaskeiðið er hluti af líffræðilegum þroska konunnar og tilgangur þess að efla hana enn frekar til ábyrgðar og verkefna. Rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að neikvætt eða hlutlaust viðhorf til breytingaskeiðsins hafi umfangsmikil áhrif á atvinnulíf, fjárhag þjóðar og samfélagið í heild. Leggur það ríka áherslu á að litið sé á málefni sem snúa að breytingaskeiðinu sem mikilvægt lýðheilsumál sem nauðsynlegt sé að efla.
    Efnisorð: Atvinnulífið á Íslandi, breytingaskeiðið, vinnustaðamenning, kulnun, veikindaleyfi, heilbrigðiskerfið, samfélagsheill, tíðir, tíðahvörf, hormónabreytingar, verkefnastjórnun, opinber stjórnsýsla, tæknilegar lausnir, vitundarvakning, kvenheilsa, atvinnumál, stuðningur, vinnustaðir, menning, verkefni.

Accepted: 
  • Jun 21, 2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48244


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MPM lokaverkefni Halldora Rut 2024 rétt.pdf4,26 MBOpenComplete TextPDFView/Open