Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48249
Í þessari rannsókn var þess freistað að varpa ljósi á mikilvægi gagnavitundar í stafrænum umbreytingarverkefnum auk þess sem kannað var hvaða aðferðum væri hægt að beita til að auka gagnavitund. Var ákveðið að beina kastljósinu að hinu opinbera, sveitarfélögum og félögum í eigu ríkisins og taka tíu viðtöl við ráðgjafa og stjórnendur sem unnið hafa að einhvers konar stafrænum breytingum innan hins opinbera á Íslandi. Gögn og gagnainnviðir skipta sífellt meira máli þegar gagnadrifin ákvarðanataka og önnur hagnýting gagna er orðin að meginreglu frekar en undantekningu innan skipulagsheilda. Rannsóknir á árangursríkri gagnamenningu og innleiðingum viðskiptagreindarlausna sýna mikilvægi þess að hafa skýra stefnumótun og sýn á verkefnið. Einnig að gæði gagna og gagnainnviða séu mikil. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að með aukinni gagnamenningu og gagnavitund er líklegra að innleiðingar stafrænna lausna verði árangursríkari til lengri tíma og stofnanir verða með því betur í stakk búnar til þess að nýta sér tæknilausnir og sjá og nýta tækifæri í hagnýtingu gagna. Skiptir þá lykilmáli að hafa skýra sýn og stefnumótun og gæða gögn og gagnainnviði. Auk þess er afar mikilvægt að hlúa að mannauði skipulagsheildarinnar og efla hann og styrkja með því að hvetja til endurmenntunar og veita fræðslu. Í því skyni getur verið árangursríkt að hafa vinnustofur um gögn og gagnalausnir og undirbyggja þannig innanhússþekkingu.
This research paper aims to shed light on the importance of data consciousness in digital transformation projects and to explore methodologies used to increase data consciousness. The research concentrates on projects within the public sector, local authorities as well as state-owned companies, and entails conducting ten interviews with consultants and managers involved in digital transformations within Iceland’s public sector. With the prevalence of data-driven decision-making, it has become increasingly important for organizations to prioritize data and data infrastructure. Studies have shown the significance of a well-defined strategy and vision in successfully fostering a data culture and implementing business intelligence solutions. Moreover, the quality of the data and the data infrastructure is a critical factor of project success. The findings in this research highlight that by fostering a data culture with data consciousness, organizations will not only be better equipped to ensure effectiveness and longevity of digital solution implementation, but they will also be better positioned to utilize technical solutions and seize data-driven opportunities. Additionally, nurturing human resources within the organization is very important. Fostering employee development by promoting continuous learning opportunities and providing coaching sessions. In this context, workshops focused on data and data solutions can serve as effective tools to cultivate in-house expertise.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPM24_Áhrif gagnavitundar á árangur verkefna og leiðir til úrbóta_Lilja Sigrún Sigmarsdóttir og Líf G. Gunnlaugsdóttir.pdf | 411,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |