is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48252

Titill: 
  • Stjórnunartengsl í byggingariðnaði : skoðun á samvinnu verkefnastjóra og byggingarstjóra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð rannsakar hvernig hægt er að samþætta stjórnunarfræðikenningar við raunveruleg verkefni í byggingariðnaðinum á Íslandi með sérstaka áherslu á samstarf milli verkefna- og byggingarstjóra. Rannsóknin beinist að þörfinni fyrir aukna skilvirkni og gæði í byggingarverkefnum og kannar hvernig fyrirtæki geta bætt samvinnu og samhæfingu til að hámarka árangur verkefna. Blandaðri aðferðafræði var beitt þar sem bæði eigindleg viðtöl við reynda stjórnendur og megindleg rafræn spurningakönnun voru nýtt til þess að safna upplýsingum um núverandi stjórnunarhætti og áskoranir í greininni.
    Niðurstöðurnar sýna fram á flókið samspil milli fræðilegra stjórnunarkenninga eftir Henry Mintzberg, Henri Fayol og Michael Porter og beitingu þeirra í stjórnun stórra byggingarverkefna. Þrátt fyrir að þessar kenningar veiti trausta hugmyndafræðilega undirstöðu þá krefst framkvæmd þeirra oft umtalsverðrar aðlögunar til að mæta sérstökum kröfum og breytilegu eðli byggingariðnaðarins.
    Rannsóknin undirstrikar mikilvægi skýrra samskipta og hlutverkaskiptingar til að draga úr ágreiningi og bæta verkefnastjórnun. Einnig er bent á þörfina fyrir stöðuga endurskoðun á stjórnunarháttum til að brúa bilið milli kenninga og framkvæmda. Niðurstöðurnar benda til þess að með því að samræma stjórnunarhlutverk út frá bæði fræðum og reynslutengdum gögnum megi bæta skilvirkni og gæði í byggingarverkefnum verulega.

Samþykkt: 
  • 24.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_MPM_2024_Egill_Arnar.pdf1,25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna