Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48258
Þessi ritgerð fjallar um starfendarannsókn sem er unnin af tveim leikskólakennaranemum á lokaári í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Unnið var að því að gera breytingar á matartíma leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn var að auka þátttöku og sjálfræði barna í matartímanum. Rannsóknarspurningin sem leitað var svara við var: Hvernig getum við aukið þátttöku barna og sjálfræði í matartíma leikskólans? Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um fræðilegan bakgrunn á birtingu lýðræðis og þátttöku barna í leikskólastarfi, valdeflingu og trú barna á eigin getu, ásamt skilgreiningu á matartíma barna. Matartímar í leikskólum hafa lítið verið rannsakaðir í gegnum tíðina, en mikil aukning er á flæðismatartímum í matsal í íslenskum leikskólum. Í seinni hluta ritgerðarinnar er farið ítarlega yfir innleiðingarferli flæðismatartíma í leikskólanum. Greint er ítarlega frá viðhorfum starfsmanna og barna á matartíma skólans bæði fyrir og eftir breytingar. Í niðurstöðum má sjá að áherslumunur er á hlutverki kennarans í matartímanum. Helsti munurinn er, að kennarinn fer úr því að vera stjórnandi yfir í að vera börnunum til halds og traust í matstofu skólans. Kennarar lýsa yfir miklum mun á sjálfstæði og valdeflingu barnanna í matartímum skólans, ásamt því að finna mun á hugarfari þeirra gagnvart flæðismatartímum. Börn skólans telja nýja fyrirkomulagið betra og vitna mikið í aukið sjálfstæði og frelsi þegar kemur að matartímum. Matartíminn var áður talinn mikill álagstími, en er í dag róleg stund bæði fyrir kennara og börn skólans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing um meðferð lokaverkefna.pdf | 226.83 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Lífið í matartímanum.pdf | 1.99 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |