Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48260
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennslufræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er hefðbundin heimildaritgerð þar sem leitast er við að auka þekkingu kennara á hvað felst í taugaþroskaröskuninni ADHD. Leitast var við að finna svör við hvers vegna nemendur með röskunina lenda í vandkvæðum innan skólastofunnar með von um aukinn skilning og umburðarlyndi í garð þessara nemenda. Aukinn þekking á orsökum leiðir til viðeigandi stuðnings og kennsluhátta í samræmi við erfiðleika og þarfir einstaklingsins.
Í ritgerðinni er rýnt í þá líffræðilegu orsakir sem rannsakendur hafa tengt við einkenni ADHD. Skoðuð eru áhrif og virkni taugaboðefnanna dópamíns, noradrenalíns og serótóníns auk frávika í heila og heilastarfsemi hjá fólki með breytileikann. Skoðaðir eru kennsluhættir sem sýnt hafa fram á árangur og aðstæður sem styðja við þessa nemendur.
Niðurstöður sýna fram á að þeir erfiðleikar sem þessir nemendur etja við í skólaumhverfinu eiga rætur að rekja til arfgengra líffræðilegra þátta sem tengja má við skort á stýrifærni og almenna heilastarfsemi út frá virkni taugaboðefna og frávika í heila. Þá hafa aðstæður og skólaumhverfið áhrif og því lykill að skilja allar hliðar málsins til að geta brugðist við og samræmt allt skólastarf við þarfir einstaklinga með hætti sem fær nemendur til að blómstra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð 2024 - Bryndís Eyjólfsdóttir.pdf | 338,38 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing Skemman 2024.pdf | 109,31 kB | Lokaður | Yfirlýsing |