Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48266
Heimsfaraldurinn COVID-19 skall á í lok árs 2019 og geisaði um allan heim, frá upphafi árs 2020 og fram á seinni hluta árs 2022. Á tímabili voru íþyngjandi aðgerðir lagðar á samfélög um allan heim, þar sem enginn vissi í raun hvernig veiran legðist á fólk eða hegðaði sér að öðru leyti. Var víða skellt í lás og umtalsverðar samveruhömlur settar á, ekki bara í almannarýminu heldur einnig inná heimilunum, ef fólk fann fyrir einkennum á annað borð. Áhrif samfélagsmiðla á börn og unglinga hafa verið í umræðunni, allt frá því téðir miðlar voru stofnaðir og gerðir aðgengilegir fyrir almenning. Félagsleg tilvera fólks skiptir miklu máli til að komast af í þessum heimi og samfélagsmiðlar hafa gert okkur kleift að komast nær hvert öðru - þó viðrist sem takmarka þurfi notkun þeirra, þar sem tilurð þeirra getur haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl, að sögn fræðimanna. En hvaða áhrif hafa slíkar takmarkanir haft á andlega líðan barna og unglinga? Með aðstoð samfélagsmiðla gat fólk átt persónuleg samskipti, þó svo það væri í gegnum internetið hvar sem er í heiminum. Fólk hringdi í ömmur og afa, langömmur, langafa og vini og kunningja og félagsmiðstöðvar unglinga hittust á netinu. Börn gerðu æfingar heima hjá sér með íþróttafélögunum og margt fleira. Börn og unglingar höfðu því tækifæri til að vera í miklum félagslegum tengslum þrátt fyrir allt – en þó í gegnum netið. Í þessu verkefni verður reynt að varpa ljósi á hugsanleg tengsl milli samfélagsmiðla, heimsfaraldursins og andlegrar líðan ungmenna á Íslandi. Rýnt var í rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar og nýlega birtar almenningi, sem og að skoða opinbera umræðu fréttamiðla á tímum COVID-19. Sérstaklega voru skoðuð tengsl samfélagsmiðla við andlega líðan unglinga og helstu áhrifaþætti. Og einnig, hvort samfélagsmiðlar höfðu, eða hafa, jákvæð eða neikvæð áhrif á andlega líðan ungmenna á þessum tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JohannaLiljaTorfadottir_BA_Lokaverkefni_2024.pdf | 734.2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |