is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48274

Titill: 
  • Lagaumhverfi Réttargæslumanna : hvað er hægt að bæta í lagaumhverfi réttargæslumanna þannig að þeir geti betur sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu brotaþola í sakamálum?
  • Titill er á ensku Legal environment of victim attorneys : what can be improved in the legal environment of victim attorneys so that they can better perform their important role of guarding victims interests in criminal cases?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er unnið með það að markmiði að varpa ljósi á það hvort íslensk lög geti gengið lengra við að tryggja réttargæslumönnum nauðsynleg tól til hagsmunagæslu brotaþola í sakamálum, hverjir séu helstu vankantar og þá hvaða leiðir séu mögulegar til úrbóta. Lokatakmark verkefnisins er að svara rannsóknarspurningunni: „Hvað er hægt að bæta í lagaumhverfi réttargæslumanna þannig að þeir geti betur sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu brotaþola í sakamálum?“
    Undirritaður tók þá ákvörðun að notast við blandaða aðferð, framkvæma lögfræðirannsókn og eigindlega rannsókn í formi viðtala við lögmenn sem hafa reynslu af störfum sem réttargæslumenn, og sem verjendur. Höfundi þótti mikilvægt að fá persónuleg og jafnvel persónubundin viðhorf þeirra sem við þetta starfa og var það til þess fallið að komast að því hvort brotaþolar séu jafn óvarðir í sakamálum, eins og sumir telja, og hvort athugasemdir um takmarkandi möguleika réttargæslumanna við rannsókn og rekstur sakamála séu á rökum reistar.
    Auk hinna eigindlegu gagna sem nýtt eru við vinnslu þá fór fram greining á þeim réttarheimildum sem málaflokkinn snerta og þær breytingar sem hafa verið gerðar á lögum. Höfundur reyndi að nálgast viðfangsefnið með það að leiðarljósi að geta skýrt meginhugtök þess á mannamáli.
    Niðurstöður gefa til kynna að staða réttargæslumanna hefur styrkst töluvert síðastliðin ár, en þó að einhverra mati ekki nóg, þrátt fyrir stórt skref löggjafans árið 2022 með lagabreytingu sem færði réttargæslumönnum réttindi og heimildir, sem hafði af mörgum verið talið að næðist ekki fram án þess að veita brotaþola stöðu sem aðila máls.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this essay is to shed light on whether Icelandic law can go further than it already does, in providing victim attorneys necessary tools for protecting the interests of victims in criminal cases, and what needs to be done to strengthen the status of victim attorneys. The final goal of the essay is to answer the question: "What can be improved in the legal environment of victim attorneys so that they can better perform their important role of guarding victims interests in criminal cases?"
    The author made the decision to use mixed research methods, legal research and qualitative research in the form of interviewing victim attorneys. It was deemed important to get the personal opinions of attorneys and research whether victims of crimes are as vulnerable in criminal cases, as some believe, and whether comments about limiting resources of victim attorneys in criminal cases are well founded.
    In addition to the qualitative data, an analysis was made of the sources of law and the changes that have been made recently. The author tried to approach the subject with the goal of explaining its main concepts in a human manner.
    The results indicate that the position of victim attorneys has strengthened considerably in recent years, but not enough according to some, despite the big step taken by the legislator in 2022, that brought victim attorneys further rights that had been believed by many to be unattainable without giving the victim status as full party to the case.

Samþykkt: 
  • 26.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PeturSnaerHansenJonsson_BS_lokaverkefni.pdf755.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna