Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48277
Með auknum vinsældum á síðustu áratugum eru orkudrykkir einu vinsælustu drykkjarvörur um allan heim. Ísland er þar engin undantekning. Íslendingar drekka milljónir lítra á hverju ári og markaðsumhverfið hefur breyst á því hverjir neyta orkudrykkja.
Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða neysluhegðun Íslendinga og sjá hvaða orkudrykki það drekkur einna helst og af hverju. Hver ávinningurinn þáttakenda er við að neyta orkudrykkja og helstu ástæður, ef einhverjar, fyrir neyslu þeirra. Til að nálgast þær upplýsingar var spurningakönnun send út á samfélagsmiðla með það að leiðarljósi að fá almenna innsýn í neysluvenjur þátttakenda.
Fræðilegur bakgrunnur nær yfir vörumerkjavirði, neytendahegðun, markaðshlutdeild, fyrri rannsóknir og orkudrykki á Íslandi ásamt undirköflum.
Rannsakandi notaðist við megindlega rannsókn þar sem leitast var eftir tölfræðilegum gögnum til að geta svarað rannsóknarspurningum.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að yngra fólk neytir meira af orkudrykkjum en eldri kynslóðir og dagleg drykkja þeirra er orðin stöðluð í samfélaginu. Þá sýna þær einnig fram á að markaðshlutdeild orkudrykkja skiptist að einhverju leyti niður á kyn, þar sem Collab er frekar drukkin af kvenfólki og Monster meira af karlmönnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BirgirSnærHjaltason_BS_Lokaverk.pdf | 1,23 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |