is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48282

Titill: 
  • Þarfagreining fyrir verkefnastjórnunarhandbók og önnur stöðluð skjöl hjá sveitarfélögum landsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast eftir upplýsingum um hversu víðfeðm stöðlun skjala fyrir verkefnastjórnun og handbók til stuðnings verkefnastjórum hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni er.
    Verkefnastjórnun er alþjóðleg og hefur þróast ört. Í dag er hún viðurkennd sem mikilvæg atvinnugrein og er hún í framboði á grunn- og framhaldsstigi háskóla á Íslandi. Verkefnastjórnun er með skilgreind hæfniviðmið, fræðilegar grunnstoðir, alþjóðlega staðla og tilvísanir í bestu starfshætti. Mikil aukning er eftir verkefnastjórum, ef marka má atvinnuauglýsingar í dag, og virðist engu skipta í hvaða starfsgrein óskað er eftir starfsfólki.
    Ritgerðin ber titilinn: Þarfagreining fyrir verkefnastjórnunarhandbók og önnur stöðluð skjöl hjá sveitarfélögum landsins.
    Til að komast nær því að svara spurningunum: Hver er þörfin fyrir stöðlun skjala fyrir verkefnastjórnun hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni?, Hversu algeng er innleiðing handbókar hjá sveitarfélögum landsins? og Hvert er hagnýtt notagildi starfsfólks að slík verkefnastjórnunarhandbók verði innleidd?, voru framkvæmd viðtöl við nokkra einstaklinga sem starfa í stjórnsýslu sveitarfélags og í framhaldi útbúin spurningarkönnun sem var send á öll 64 sveitarfélög landsins. Af fimmtán spurningum voru þrjár opnar til að hver og einn hefði tækifæri til að tjá sína skoðun og afstöðu til fyrri svara.
    Út frá viðtölunum var framkvæmd einföld þarfa- og SVÓT greining og út frá þeim metin þörfin fyrir stöðluð skjöl og handbók til stuðnings verkefnastjórum.
    Saga verkefnastjórnunar var höfð til hliðsjónar og rýnt var í lykilhugtök tengt henni.
    Lykilhugtök: Verkefnastjórnun, verkefni, verkáætlun, tímaáætlun, lífsferill, fjárhagsáætlun, hagsmunaaðilagreining, áhættugreining, SVÓT, sveitarfélög

  • Útdráttur er á ensku

    In this study, information is sought on how extensive the standardization of documents for project management and a manual to support project managers in rural municipalities is.
    Project management is global and has developed rapidly. Today, it is recognized as an important industry and is offered at the primary and secondary levels of universities in Iceland. Project management has defined learning criteria, theoretical foundations, international positions and references to best practices. There is a large increase in project managers, if today's job advertisements are anything to go by, and there seems to be no difference in any profession in terms of staff.
    The thesis is entitled: Needs analysis for a project management manual and other standard documents for municipalities in the country.
    To get closer to answering the questions: What is the need for document standardization for project management in municipalities?, How common is the implementation of a handbook in the municipalities authorities? and What is the practical utility for staff that such a project manual will be implemented?, several people who work in municipalities were interviewed, and a survey was then prepared which was sent to all 64 municipalities in the country. Of the fifteen questions, three were open-ended so that everyone had the opportunity to express their opinion and position on the previous answers.
    Based on the interviews, a simple needs and SWOT analysis was carried out and based on that, the need for standard documents and a manual to support project managers was assessed.
    The history of project management was taken into consideration and key terms related to it were examined.
    Key terms: Project management, project, project plan, schedule, life cycle, budget, stakeholder analysis, risk analysis, SWOT, municipalities

Samþykkt: 
  • 26.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna_Guðmundsdóttir_Lokaverkefni_BS_2024.pdf3,07 MBLokaður til...25.04.2025HeildartextiPDF
Yfirlysing_BirnaGudmundsdottir.pdf594,3 kBLokaður til...25.04.2025YfirlýsingPDF

Athugsemd: Ritgerðin er lokuð tímabundið að ósk höfundar.