Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48285
Í heimi þar sem tækni verður æ fyrirferðarmeiri, geta fyrirtæki sem ekki taka þátt í þróuninni átt í hættu á að missa samkeppnisforskot sitt. Stuttu eftir að heimsfaraldur COVID-19 svo gott sem stöðvaði ferðaþjónustu á heimsvísu ásamt þeim hrávöruverðshækkunum, verðbólgu og minni greiðsluvilja ferðamanna sem fylgdu í kjölfarið hefur ferðaþjónustan nú rétt úr kútnum. Til að aðlagast þessum breytta veruleika og skapa samkeppnisforskot þurfa fyrirtæki að ná niður kostnaði með einum eða öðrum hætti. Á sama tíma, sem betur fer, hefur gervigreind vaxið fiskur um hrygg og skapað tækifæri fyrir fyrirtæki til að draga úr kostnaði og bæta þjónustu um leið. Þar hafa spjallmenni (e. chatbot) mikilvægu hlutverki að gegna og hefur fjöldi fyrirtækja leitað til þeirrar lausnar til að draga úr álagi og auka sjálfvirknivæðingu.
Markmiðið með þessu verkefni er að stuðla að aukinni skilvirkni í rekstri (e. operational efficiency) og bæta upplifun viðskiptavina Bláa Lónsins með notkun gervigreindar í ríkari mæli í þjónustu við viðskiptavini (e. customer service), um leið að hvetja viðskiptavini til að leita upplýsinga og aðstoða sig sjálfir áður en óskað er eftir aðstoð manneskju.
Niðurstöður verkefnisins voru bornar fyrir framkvæmdastjóra hjá Bláa Lóninu og ákvörðun tekin um að halda áfram með innleiðingu gervigreindar í umhverfi Zendesk.
Lykilhugtök: Spjallmenni, Gervigreind, Zendesk, Bláa Lónið, Ferðaþjónusta
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlysing_HolmfridurErnaKjartansdottir.pdf | 527.02 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna | |
HolmfridurErnaKjartansdottir_BS_Lokaverkefni.pdf | 1.61 MB | Lokaður til...31.12.2035 | Heildartexti |