Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4829
Nokkuð hefur borið á því síðastliðin ár að fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér trúarlegar aðferðir lausnar á vanda sínum. Margir hafa sterkar skoðanir á réttmæti þessara aðferða en minna hefur farið fyrir fræðilegri umræðu um raunverulegt gildi frelsunar sem lausn við fíkn. Markmið þessarar ritgerðar og meðfylgjandi heimildarmyndar er því að efla málefnalega umræðu um virkni þessara aðferða, bæði innan fræðasamfélagsins og á meðal almennings.
Heimildarmyndin byggir fyrst og fremst á óformlegum viðtölum við aðila sem tengjast meðferðarferli fíkla með ýmsum hætti. Í ritgerðinni er auk töluverðrar sjálfrýni gerð grein fyrir gildi heimildarmyndarformsins fyrir mannfræðina. Fjallað er um fíkn og mögulegar úrlausnir hennar út frá félagsfræði og sálfræði og sú umræða borin saman við þær takmörkuðu rannsóknir sem mannfræðingar hafa unnið í málaflokknum. Loks er farið yfir almenn meðferðarúrræði fyrir fíkla á Íslandi og þau borin saman við ýmsar kristilegar meðferðaraðferðir sem nýttar hafa verið víða um heim. Þessi umræða er síðan nýtt til að meta gildi trúarinnar og fylgifiska hennar sem mögulegri lausn við fíkn og gera grein fyrir hlutverki mannfræðinnar í þessu samhengi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Frelsi?.pdf | 322.98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |