Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48292
Í rannsókn þessari er leitast er við að svara því hvernig skipulagsbreytingar parast við mismunandi líkön breytingastjórnunar og hvernig það hefur áhrif á starfsánægju. Breytingar hjá fyrirtækinu VHE eru teknar til skoðunar þar sem einu sviði er skipt upp í tvær deildir. Engin formleg aðferð er notuð til að innleiða breytingarnar en ADKAR líkanið er nýtt sem stuðningsgagn. Það er 5 skrefa líkan sem hægt er að fylgja í breytingum og auka þannig líkur á að breytingar takist. Rannsóknarspurningin verkefnisins er „Hvernig falla aðferðir við innleiðingu á breytingum VHE við hin ýmsu líkön breytingastjórnunar og hvernig hefur það áhrif á starfsánægju?“. Við gagnaöflun er notuð blönduð aðferð og stuðningsgögn. Eigindlegi hlutinn er viðtalsrannsókn við alla sjö stjórnendur sviðsins og megindlegi hlutinn er rafræn spurningakönnun til starfsfólks. Niðurstöður rannsakanda eru þær að breytingarnar parast ekki fullkomlega að neinu líkani, nema þá kannski þriggja þrepa líkani Lewin vegna einfaldleika þess.
Þegar kemur að ánægju starfsfólks virðist það í heildina á litið mjög ánægt með breytingarnar sem eru að eiga sér stað. Ástæður þess virðast vera breytingastjórnun sviðsstjóra, óánægja með núverandi ástand og væntingar um persónulegan ávinning sem gæti fylgt breytingunum. Ánægja starfsfólks og stjórnenda er slík að erfitt að er að tengja tilfinningar þeirra við fyrri rannsóknir og líkön breytingastjórnunar. Óánægjuþættir starfsfólks parast við ADKAR líkanið og átta þrepa líkan Fernandez og Rainey. Rannsakandi mælir þó með því að ADKAR líkanið verði nýtt sem formleg innleiðingaraðferð þar sem nokkur tenging er við líkanið, óánægjuþættir starfsfólks falla undir það og sviðsstjóri hefur notað það sem stuðningsgagn hingað til.
Lykilhugtök: Breytingastjórnun, skipting, starfsánægja, mátun, líkön
The project is about conducting research to understand how organizational changes align with various change management models and their impact on job satisfaction. Changes at the company VHE are examined, as one division is divided into two departments. No formal method is employed for implementing the changes, but the ADKAR model is used as a support tool. It is a 5-step model that can be followed when making changes and thereby increase the likelihood of a successful implementation. The research question of the project is "How do methods for implementing changes in VHE fit with various change management models, and how does that affect job satisfaction?". A mixed-method approach is used, including qualitative interviews with all seven managers in the division and a quantitative survey for employees. The results suggest that the changes do not align perfectly with any model, except possibly Lewin's three-step model for its simplicity.
Regarding employee satisfaction, overall, employees seem very satisfied with the ongoing changes. The reasons seem to be the change of management performed by the division manager, dissatisfaction with the current situation, and expectations of personal benefits from the changes. The satisfaction of employees and managers is such that it is difficult to link their feelings to previous research and change management models. Employee dissatisfactions align with the ADKAR model and the eight-step model of Fernandez and Rainey. However, the researcher recommends using the ADKAR model as a formal implementation method since some connections can be made to the ongoing changes in the company, employee dissatisfactions fall under it, and the division manager has used it as a support tool so far.
Keywords: Change management, splitting, job satisfaction, paring, models
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KaritasErlaValgeirsdottir_MS_Efnisyfirlit_Heimildir.pdf | 224.21 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
KaritasErlaValgeirsdottir_MS_Loka.pdf | 1.76 MB | Lokaður til...26.06.2080 | Heildartexti | ||
KaritasErlaValgeirsdottir_Yfirlysing.pdf | 443.31 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna |