is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48298

Titill: 
  • Tengjumst : aðgengilegt smáforrit sem tengir saman fatlað fólk og aðstoðarfólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er kveðið á um mikilvægi þess að
    fatlað fólk fái að lifa sjálfstæðu lífi og án aðgreiningar í samfélaginu. Þegar fötluðu fólki eru
    tryggð yfirráð yfir eigin lífi með því að stýra aðstoð sinni sjálf og ráða aðstoðarfólk sem
    hentar þeirra þörfum eru auknar líkur á að fyrrnefnd atriði séu tryggð. Á Íslandi er stór hópur
    fólks sem notast við stuðningsþjónustu, meðal annars við notendastýrða persónulega aðstoð
    (NPA), liðveislu og aðra stuðningsþjónustu. Undanfarin ár hefur þessi hópur stækkað
    umtalsvert, ekki síst vegna innleiðingu NPA. Ráðning starfsfólks getur reynst fötluðu fólki
    flókin og eru þær óaðgengilegar mörgum. Vegna staðalímyndarinnar um að fatlað fólk séu
    eilíf börn eru þau ekki alltaf höfð með í ráðum þegar verið er að taka ákvarðanir sem varða
    þeirra eigið líf og eru víða tækifæri til þess að auka aðkomu fatlaðs fólks að ferlinu.
    Markmið þessa BA-verkefnis er að setja upp aðgengilegt smáforrit sem eflir sjálfræði
    fatlaðs fólks með því að auðvelda aðgengi þeirra að ráðningu aðstoðarfólks. Markmið
    smáforritsins Tengjumst er að búa til aðgengilegan vettvang til að tengja saman notendur
    þjónustu og aðstoðarfólk. Þar getur notandinn valið sér aðstoðarmanneskju út frá þeim
    þáttum sem notandinn kýs og telur mikilvæga. Vonir standa til að það auki líkurnar á góðri
    pörun og leiði af sér farsælt samstarf, sem eflir velferð og sjálfræði einstaklingsins

Samþykkt: 
  • 27.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð-LOKASKIL.pdf1,01 MBLokaður til...02.05.2027GreinargerðPDF
Tengjumst.pdf1,34 MBLokaður til...02.05.2027FylgiskjölPDF
Skemman-Tengjumst!.pdf188,45 kBLokaðurYfirlýsingPDF

Athugsemd: Tengjumst, aðgengilegt smáforrit sem tengir saman fatlað fólk og aðstoðarfólk. Við ætlum að óska eftir því að lokaverkefnið okkar, greinagerð og fylgiskjöl séu læst næstu 3 árin og opnast þá 2.maí 2027. Þegar hún opnast má hún vera opin öllum.