en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/483

Title: 
 • Title is in Icelandic Olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans og losun gróðurhúsalofttegunda frá honum
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum fiskiskipum er 20% af heildar losuninni hér á landi, enda nota skipin mikið magn olíu. Fiskiskipum hefur ekki fjölgað mikið á þeim 30 árum sem hér eru aðallega til skoðunar, eða aðeins um 8%. Aftur á móti hefur stærð þeirra og vélarafl aukist mun meira og er þar um að ræða ríflega tvöföldun, bæði í rúmlestastærð fiskiskipaflotans og í vélarafli hans. Aukning í olíunotkun fiskiskipaflotans hefur fylgt vélaraflsaukningunni þótt heldur hafi dregið í sundur með þessum þáttum á allra síðustu árum þar sem olíunotkun á hestaflseiningu hefur minnkað. Það getur skýrst að hluta til með því að skipum hefur verið lagt alveg, eða hluta úr ári, en hestaflatala þeirra er áfram inni í myndinni.
  Sett er fram hlutfallsleg skipting olíunotkunar skipanna eftir aðgerðum við veiðar fyrir nokkur helstu veiðarfærin. Um leið er skoðað hversu marga lítra af olíu skipin nota við að veiða eitt tonn af afla í viðkomandi veiðarfæri. Út frá rannsóknum og mælingum sem gerðar hafa verið um borð í fiskiskipum af ýmsum gerðum, sem og öðrum gögnum sem taka á sömu þáttum, voru fundnir stuðlar sem nota má til að fá nálgun á það hversu mikil olíueyðsla skipa er við veiðar með ákveðnu veiðarfæri.
  Orkufrekustu veiðarfærin eru togveiðarfærin. Togarar og vélbátar við fiskveiðar með botnvörpu nota talsvert mikla olíu og er hlutur þeirra í heildarolíunotkun fiskiskipaflotans stór. Olíunotkun fiskiskipa með kyrrstæð veiðarfæri er frekar lítil en minnst er notkunin hjá skipum sem veiða uppsjávarfiska í nót, enda veiða þau skip jafnan mikið magn í einu og á stuttum tíma. Veiðar á uppsjávartegundum hafa þó verið að færast frá nótaveiðum yfir í flotvörpuveiðar með tilheyrandi aukningu í olíunotkun.
  En þegar á heildina er litið hefur olíunotkun íslenska fiskiskipaflotans minnkað nokkuð frá árinu 1996 og ef sú þróun heldur áfram erum við á réttri leið í þessum málum.
  Lykilorð: Orka, olía, gróðurhúsalofttegundir, fiskiskip, veiðarfæri.

Accepted: 
 • Jan 1, 2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/483


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
oliunotkun.pdf1.03 MBOpenOlíunotkun íslenska fiskiskipaflotans og losun gróðurhúsalofttegunda frá honum - heildPDFView/Open