is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48303

Titill: 
  • Allir í bátana! „Langtímaáhrif eldgossins í Heimaey árið 1973 á þau sem upplifðu hamfarirnar sem börn“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og afleiðingar á þau sem voru börn þegar eldgosið átti sér stað í Heimaey 1973 og þá sérstaklega upplifun þeirra af endurreisninni, reynslunni af þeim úrræðum sem gripið var til, eða úrræðum sem skorti, með nýrri nálgun þar sem hún er sú fyrsta sem rannsakar þennan þátt áfallastjórnunar vegna hamfaranna í Heimaey 1973.
    Notuð er lýsandi megindleg rannsókn og skoðaður er einn hópur og samanburður innan hans. Úrtakið er allir einstaklingar sem voru á aldrinum 6 til 16 ára og voru með lögheimili í Vestmannaeyjum þegar gos hófst þann 23. janúar 1973. Lagðir voru fyrir spurningalistar um áhrif atburðarins á líf þeirra í dag (Impact of event scale), mat á félagslegum stuðningi í kjölfar hamfaranna (crisis support scale), spurningar um lífsánægju (satisfaction with life scale) og að lokum bakgrunnspurningar, spurningar tengdar rýmingunni frá Heimaey og að lokum ein opin spurning. 422 tóku þátt í rannsókninni og skiptist hópurinn þannig að karlar voru 149 og konur 238.
    Niðurstöður rannsóknar voru á þá leið að enn í dag glíma Vestmannaeyingar við afleiðingar eldgossins. Lífsánægja mældist lítisháttar og niðurstöður sýndu að 69,4% svarenda lýsa langímaáhrifum af atburðinum á líf þeirra í dag og af þeim lýsa 3.8% miklum áhrifum af atburðinum. Þeir svarendur sem upplifa meiri lífsánægju fundu fyrir minni afleiðingum af atburðinum á líf sitt í dag. Þeir sem finna fyrir meiri lífsánægju upplifðu meiri stuðning í kjölfar hamfaranna. Niðurstöður sýndu einnig að því fleiri börn sem þekktust og voru saman í móttökuskóla, því meiri félagslegan stuðning upplifðu þau. Niðurstöður sýndu að eitt af hverjum fjórum börnum lentu í einelti eða ofbeldi vegna þess að þau voru frá Vestmannaeyjum og þau börn upplifðu minni lífsánægju, atburðurinn hafði meiri áhrif á líf þeirra í dag og þau fundu fyrir minni lífsánægju.

  • Útdráttur er á ensku

    The study’s objective was to explore the long-term effects and personal experiences of individuals who were children during the 1973 Heimaey volcanic eruption. It particularly focused on their perceptions of the rebuilding efforts, the resources they had access to or lacked, and the overall management of trauma resulting from the Heimaey disaster—marking the first inquiry into this specific aspect of the event. Employing a descriptive quantitative approach, the research scrutinized one demographic group and conducted intra-group comparisons. The participants comprised all persons aged 6 to 16 who were officially residing in the Vestmanna Islands at the onset of the eruption on January 23, 1973.
    The study utilized questionnaires to gauge the eruption’s enduring impact on participants’ current lives (Impact of Event Scale), the level of social support received post-disaster (Crisis Support Scale), overall life contentment (Satisfaction with Life Scale), and included background inquiries, questions about the evacuation process, and an open-ended question. A total of 422 individuals participated, with the cohort consisting of 149 men and 238 women.
    Findings revealed that the Vestmannaeyjar community continues to grapple with the eruption’s aftermath. Life contentment was assessed, indicating that 69.4% of respondents felt a lasting influence of the event on their present lives, with 3.8% reporting a profound effect. Those who reported higher levels of life satisfaction experienced fewer repercussions from the event. Additionally, participants who were more content with life perceived greater support after the disaster. The study also found that children who were acquainted with each other and attended the same reception school felt a stronger sense of social support. Notably, one in four children faced bullying or mistreatment for being from the Vestmannaeyjar, which correlated with lower life satisfaction, a more significant impact of the event on their current lives, and diminished contentment.

Samþykkt: 
  • 27.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/48303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinEva2024(2).pdf3.79 MBLokaður til...17.06.2025HeildartextiPDF

Athugsemd: Tímabundin lokun að ósk höfundar