en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48308

Title: 
 • Title is in Icelandic Úti í náttúrunni er dáldið mikið bara ekkert að frétta. Útvarpsþættir um sálfræðilega endurheimt náttúrunnar.
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Það fjölgar hratt þeim jarðarbúum sem búa í þéttbýli. Áætlað er að eftir rúma tvo áratugi muni tveir þriðju hlutar mannkyns búa í þéttbýli. Til samræmis við mannfjöldann eykst áreiti og tækninýjungar hafa líka í för með sér fleiri áreiti og meiri hraða í nútímasamfélagi. Því fylgir eðlilega aukið álag og streita sem undir sumum kringumstæðum getur farið úr böndunum og farið að hamla fólki í lífi og starfi.
  Í útvarpsþáttunum Úti í náttúrunni er dáldið mikið bara ekkert að frétta er leitast við að varpa ljósi á fyrirbærið sálfræðilega endurheimt náttúru frá sem flestum sjónarhornum. Lærðir og leikir eru kallaðir til sögu til að segja frá jákvæðum áhrifum náttúrunnar á heilsu manna og getu til að takast á við ástandið þegar lífið fer að síga í. Athugun mín gekk út á að skoða kenningar um heilunarmátt náttúrunnar, bæði í skráðum heimildum en einkum þó með eigindlegum aðferðum, gegnum viðtöl. Þessi greinargerð fjallar öðrum þræði um þá rannsókn þar sem leitast verður við að svara spurningunum:
  -Af hverju skiptir máli fyrir fólk að njóta og dvelja í náttúrunni?
  -Er mögulegt að greina áhrif þessa og ástæður og á hvern hátt einkum?
  Hins vegar er í þessum hluta verkefnisins greint frá vinnunni við gerð útvarpsþáttanna, efni þeirra og byggingu.
  Greinargerðin skiptist í fjóra kafla. Í þeim næsta er sagt frá vinnulaginu við rannsóknina og aðferðafræðinni sem stuðst var við. Þar er einnig fjallað um efni þáttanna, öflun þess og niðurskipan. Gerð er grein fyrir viðmælendum mínum og bakgrunni þeirra að svo miku leyti sem hann tengist efninu. Heilunarmáttur náttúrunnar er efni þriðja kafla. Raktar eru helstu kenningar á sviði umhverfissálfræði, kynnt til sögu hugtök á borð við beinda athygli, athyglisþreytu, hrifningu og einrúm (social quietness) og skýrt frá hvernig samspil þessara þátta og fleiri tengist endurheimt gegnum dvöl í náttúru. Hrifning kemur einnig við sögu í umfjöllun um efnið af sjónarhóli heimspekinnar sem og fegurðin. Fjallað er um fagurfræðilegt og tilfinningalegt gildi náttúru út frá upplifun fólks af henni og það hvernig ægifegurð náttúru beinir athygli okkar að skynjuninni. Þá tekur við umfjöllun um notkun náttúru í heilsumeðferð, bæði á starfsendurhæfingarstöð og hjá einkaaðila og saga náttúrumeðferðar á Íslandi er stuttlega rakin. „Alþýðuspekin“ rekur lestina í þessum kafla þar sem tæpt er á fáeinum atriðum sem kunna að vera til vitnis um vakningu meðal almennings um mikilvægi þess fyrir heilsuna að komast í tengsl við náttúruna. Í lokakaflanum greinir frá útvarpsmiðlinum. Sagt er frá eðli miðilsins og hvers vegna hann varð fyrir valinu til að gera efninu skil. Fjallað er um vinnulag við söfnun gagna með viðtölum, viðtalstækni og samskipti við viðmælendur og um markhópinn. Að endingu er samantekt sem gerir grein fyrir helstu niðurstöðum af athugun minni.

Accepted: 
 • Jun 28, 2024
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/48308


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA Steinunn Berglindardóttir (1).pdf928.59 kBLocked Until...2024/10/26Complete TextPDF
seinni þáttur skemman.mp337.79 MBLocked Until...2025/06/28Supplementary DocumentsMPEG Audio
fyrri þáttur skemman.mp335.32 MBLocked Until...2025/06/28Supplementary DocumentsMPEG Audio
Steinunn yfirlýsing.pdf70.82 kBLockedDeclaration of AccessPDF