is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48309

Titill: 
 • Framtannaskeljar: Samanburður á framleiðsluaðferðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Markmið lokaverkefnisins er að fjalla um þróun í framleiðslu framtannaskelja, þar sem áhersla er lögð á að skoða þá þætti sem stuðla að farsælli útkomu fyrir sjúklinga. Með heimildarýni var leitað svara við rannsóknarspurningunni: Er meðferð sjúklinga (18 ára og eldri) sem þurfa skeljar sem tanngervi á framtennur, jafn árangursrík, með tafarlausri tannsmíði í stól hjá tannlækni og þegar tanngervið er framleitt hjá tannsmið?
  Aðferðir: Til að svara rannsóknarspurningunni var notað fræðilegt yfirlit þar sem rýnt var í fyrirliggjandi rannsóknir um viðfangsefnið. Heimildarýni byggir á því að afla gagna úr fyrirliggjandi heimildum og rannsóknum sem nýttar voru til úrvinnslu á niðurstöðum. Heimilda var leitað í bókfræðilegum gagnasöfnum eins og PubMed, Google scholar, Web of Sience og Scopus, frá 18. til 22. mars 2024.
  Niðurstöður: Samtals 13 rannsóknir uppfylltu leitarskilyrðin varðandi samanburð á framleiðsluaðferðum framtannaskelja. Greinarnar voru flokkaðar eftir efnisinnihaldi og tegund tannskelja. Niðurstöður rannsókna sýndu að postulínsskeljar hafa algera yfirburði á flestum sviðum. Í ljós kom að þær hafa hærra árangurshlutfall en tafarlausar skeljar, ásamt því að halda lit sínum betur. Tafarlausar skeljar verða fyrir frekari áhrifum af vinsælum drykkjum, sem getur haft verulegar afleiðingar á útlit tannskeljanna þegar til lengri tíma er litið.
  Ályktun: Ályktað er að postulínsskeljar geti verið ákjósanlegur kostur fyrir sjúklinga sem leita að langvarandi og fallegri útkomu. Þó er mikilvægt að taka til umhugsunar að postulínsskeljar eru óafturkræfar þar sem undirbúningur á náttúrulegum tönnum er oftast nauðsynlegur. Aftur á móti koma tafarlausar skeljar fram sem raunhæfur valkostur fyrir sjúklinga sem leita að hagkvæmum meðferðum sem krefjast lítils inngrips. Þó að tafarlausar skeljar hafi almennt minna brotþol og litastöðugleika, samanborið við hefðbundnar postulínsskeljar, bjóða þær upp á aðra kosti hvað varðar kostnað, tíma og eru afturkræfar í flestum tilfellum.
  Efnisorð: Tannskeljar, framleiðsluaðferðir, tanngervi, tannsmíði.

Samþykkt: 
 • 1.7.2024
URI: 
 • https://hdl.handle.net/1946/48309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - lokaskil, Arndís Hjörleifsdóttir.pdf517.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf216.24 kBLokaðurYfirlýsingPDF