is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48310

Titill: 
  • Þegar snjóflóð falla í byggð. Tengslanet í viðbrögðum almannavarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um tilviksrannsókn á þeim atburðum sem urðu þegar snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað í lok mars 2023 og fjöldi íbúa þurfti að rýma heimili sín. Fjallað er um atburðurinn, viðbrögð við honum og þátttakendur í viðbrögðum út frá greiningarramma Koliba, Meek og Zia um tengslanet í opinberri stjórnsýslu. Einnig út frá hugmyndum Ström og Klijn og Koppenjan um ábyrgðarskyldu í tengslanetum. Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á stjórnsýslu almannavarna, hlutverki og stjórnsýslulegri stöðu þátttakenda í viðbrögðum við snjóflóðum og hvernig tengslum og ábyrgðarskyldu er háttað innan tengslanetsins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að tengslanetið sem varð til þegar snjóflóð féllu í Neskaupstað í lok mars 2023 er rekstrarlegt áfallastjórnunartengslanet sem hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og leysa úr verkefnum með viðeigandi björgum. Tengslanetið mótast af stjórntækjunum beinni stjórnsýslu og þjónustusamningum og byggjast tengsl innan þess fyrst og fremst á samvinnu milli þátttakenda í tengslanetinu. Meginform tengslanetsins er samhæfingarstöð og er það nokkuð formlegt þar sem það byggist mikið til á lögum, reglum, samningum og öðru skriflegu sem mótar tengslanetið.

Samþykkt: 
  • 1.7.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48310


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þegar snjóflóð falla í byggð.pdf922.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_ET.pdf316.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF