is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48311

Titill: 
 • Segulómun af heila vegna gruns um heilablóðfall: Samanburður á milli tveggja ólíkra myndaraða
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Segulómrannsóknir er tiltölulega nýleg myndgreining miðað við aðrar myndgreiningaraðferðir. Í segulómun er ekki notast við jónandi geislun sem er kostur myndgreiningaraðferðarinnar. Í kjölfar fyrstu segulómrannsóknarinnar af höfði árið 1977 urðu segulómrannsóknir fljótlega fyrsta val myndgreiningaraðferða fyrir heila- og taugamyndgreiningu.
  Heilablóðföll eru algengur sjúkdómur og greinast um 400 einstaklingar að meðaltali á ári á Íslandi. Markvisst og skjótt greiningarferli er gríðarlega mikilvægt fyrir meðferð og bataferli þeirra sjúklinga sem greinast með heilablóðfall og geta segulómrannsóknir verið ákjósanleg rannsókn til þess að stuðla að því.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna mögulegan ávinning af myndaröðinni frá Parma (T2_Flair_TRA_FS) í segulómrannsóknum af heila á röntgendeild LSH í Fossvogi þegar spurt er um heilablóðfall utan tímamarka. Til samanburðar var myndaröðin ,,T2_space__da_fl_sag_p2_iso" sem hefur verið í verklagi til lengri tíma á LSH í Fossvogi.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var megindleg, afturskyggð gagnarannsókn á tveimur ólíkum myndaröðum í segulómun af heila þegar spurt er um heilablóðfall utan tímamarka. Rannsóknin var framkvæmd á stofu 1 á 1,5 T segulómtækinu á LSH í Fossvogi og fór gagnasöfnun einnig fram þar. Myndaröð frá University Hospital of Parma sem er einnig notuð í sömu tilfellum þegar spurt er um heilablóðfall utan tímamarka var bætt við verkferlana á LSH. Myndaröðinni frá Parma var borin saman við myndaröðina á LSH sem var til staðar í verkferlum á LSH í Fossvogi. Úrtakið voru 42 sjúklingar 18 ára og eldri sem fóru í segulómun á höfði/heila á LSH í Fossvogi á tímabilinu 31. janúar til 1. apríl 2024. Það voru tveir röntgenlæknar sem fóru yfir hverja myndaröð og gáfu gildunum næmi, myndgöllum og myndgæðum myndaraðanna stig frá 1 upp í 4. Niðurstöður röntgenlæknanna voru tekin saman og sett upp í töflur og súlurit.
  Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að marktækur munur væri á milli myndaraðanna, þar sem næmi (p=0.003), myndgallar (p=0.001) og myndgæði (p=0.009) voru metin. Samanlagður meðal stigafjöldi fyrir næmi á myndaröðinni á LSH var 3,42 og frá Parma var 3,23 stig. Samanlagður meðal stigafjöldi myndgalla á myndaröðinni á LSH var 3,30 stig en á myndaröðinni frá Parma 3,04 stig. Að lokum var samanlagður meðal stigafjöldi myndgæða á myndaröðinni frá LSH 3,41 stig en á myndaröðinni frá Parma var meðal stigafjöldinn 3,22 stig. Myndaröðin sem er í verkferlum á LSH fékk bæði hærri heildar stigafjölda og meðal stigafjölda í flestum tilvikum.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ekki sé markviss ávinningur af Parma myndaröðinni. Þrátt fyrir þær niðurstöður má leggja til notkunar Parma myndaraðinnar í sérstökum tilfellum eða hjá ákveðnum sjúklingahóp.

Samþykkt: 
 • 3.7.2024
URI: 
 • https://hdl.handle.net/1946/48311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniðmát meistaraverkefnis HÍ.pdf2.92 MBLokaður til...17.06.2025HeildartextiPDF
IMG_7820.jpg5.35 MBLokaðurYfirlýsingJPG