is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48314

Titill: 
  • Snemmtæk íhlutun í leikskóla : sérstaða þroskaþjálfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þroskaþjálfar starfa víða innan stoðþjónustu menntakerfisins ásamt fleiri starfsstéttum. Nýverið voru sett lög um farsæld barna þar sem áhersla er lögð á snemmtækan stuðning sem á að draga úr áherslum á greiningum sem forsendu þess að fá stuðning. Í ljósi þessa og með hliðsjón af eðli þroskaþjálfastarfsins er mikilvægt að skoða hvað hugtakið snemmtæk íhlutun felur í sér. Einnig þarf að huga að sérstöðu þroskaþjálfa innan stoðþjónustunnar þegar kemur að því að veita þennan snemmtæka stuðning. Tilgangurinn með þessari ritgerð er að veita almenningi víðari sýn á mikilvægi þroskaþjálfunar sem og á það markvissa starf sem þroskaþjálfar vinna með það að leiðarljósi að auka þekkingu á hlutverki þroskaþjálfa innan menntakerfisins. Með tilkomu farsældarlaganna skulu þeir meðal annars leggja áherslu á að styrkja grunnþjónustu í nærumhverfi allra barna innan menntakerfisins.
    Í þessari ritgerð verður fjallað um störf þroskaþjálfa og mikilvægi þeirra þegar veita á snemmtæka íhlutun og/eða snemmtækan stuðning við börn snemma á lífsleiðinni.
    Þá verður leitað eftir svörum við rannsóknarspurningunni: Hver er sérstaða þroskaþjálfa þegar kemur að því að beita snemmtækri íhlutun og snemmtækum stuðningi í leikskóla?
    Áhersla er lögð á að skoða sérstöðu þroskaþjálfa almennt og innan menntakerfisins en ritgerðin skiptist í tvo meginkafla hvað efnið varðar. Með snemmtækri íhlutun er átt við þá þjálfun sem veitt er þegar frávik hafa verið greind í þroska barns og vinna á að settum markmiðum. Snemmtækur stuðningur er aftur á móti veittur til skemmri tíma eða þar til ákveðnum markmiðum hefur verið náð. Þroskaþjálfar sérhæfa sig í slíkri þjálfun en þeir byggja störf sín upp á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem þeir leggja áherslu á virðingu fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklingsins til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Niðurstöður gefa til kynna að sérstaða þroskaþjálfa sé þá meðal annars sú að grípa inn í og bregðast við þegar grunur leikur á að um ákveðin þroskafrávik sé að ræða eða annars konar erfiðleikar sem draga úr námsframvindu og þroska barnsins. Í þessu skyni nota þroskaþjálfar sínar dýrmætu nálganir og ótal mörgu verkfæri sem þeir sérhæfa sig í. Þá styðja gildi þroskaþjálfafræðinnar á allan hátt við snemmtæka íhlutun sem og stuðning en þau eru samvinna, sjálfræði, stuðningur, valdefling, virðing og þátttaka.

Samþykkt: 
  • 7.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til BA prófs - Tinna Ýr og Lovísa Hrund.pdf474,25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_8271TinnaYrLovisa.jpeg238,3 kBLokaðurYfirlýsingJPG