is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48319

Titill: 
  • Áhugi unglinga á stærðfræði : tengsl við sálfræðilegar grunnþarfir
  • Titill er á ensku Interest in mathematics in adolescence : relations to basic psychological needs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenskt menntakerfi stendur frammi fyrir áskorunum þegar kemur að árangri nemenda í stærðfræði í alþjóðlegum samanburði. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi áhuga nemenda þegar kemur að árangri í námi og því vert að spyrja hvaða þættir séu innan áhrifasviðs kennara þegar kemur að því að efla áhuga nemenda á stærðfræði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl væru milli áhuga á stærðfræði og þeirra þriggja grunnþarfa sem liggja að baki sjálfsákvörðunarkenningunni, þ.e. þörfinni fyrir hæfni, tengsl og sjálfræði meðal íslenskra ungmenna. Þátttakendur voru 15.565 nemendur í 6. - 10. bekk á Íslandi sem svöruðu nemendakönnun Skólapúlsins skólaárið 2022-2023. Niðurstöður gáfu til kynna sterk tengsl milli áhuga á stærðfræði og trúar á eigin getu í stærðfræði (hæfni), lítil tengsl milli áhuga á stærðfræði og sambands nemenda við kennara (tengsla), og loks engin tengsl milli áhuga á stærðfræði og stjórnar á eigin lífi (sjálfræðis). Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að stúlkur höfðu að meðaltali aðeins meiri áhuga á stærðfræði en drengir og að áhugi á stærðfræði fór lítilega dvínandi með aldri nemenda. Niðurstöðurnar benda til þess að mögulega þurfi að skoða betur vægi sjálfræðis í sjálfsákvörðunarkenningunni þegar kemur að rannsóknum á stærðfræðiáhuga. Niðurstöðurnar benda þó fyrst og fremst til þess að mikilvægt sé að kennarar efli trú nemenda á eigin stærðfræðigetu til að auka áhuga nemenda í greininni. Auk þess virðast kennarar geta haft töluverð áhrif á stærðfræðiáhuga með samskiptum sínum við nemendur, fasi og framkomu.
    Efnisorð: áhugi, hæfni, sjálfsákvörðunarkenningin, sjálfræði, stærðfræði, tengsl, unglingar.

  • Útdráttur er á ensku

    The Icelandic education system faces challenges when it comes to academic performance of students in mathematics in international comparisons. The importance of students' interest in academic success has been demonstrated, so it is worth asking what factors teachers can influence when it comes to increasing students' interest in mathematics. The purpose of this study was to research whether there was a link between interest in mathematics and the three basic needs underlying the self-determination theory, i.e. the need for competence, relatedness and autonomy, among Icelandic adolenscents. Participants were 15,565 students in grades 6 - 10 in Iceland who responded to a student survey conducted by Skólapúlsinn for the school year 2022-2023. The results indicated a strong relation between interest in mathematics and belief in one's abilities in mathematics (competence), a weak relation between interest in mathematics and students' relationship with teachers (relatedness), and finally no relation between interest in mathematics and control over one's own life (autonomy). The results also indicated that girls were slightly more interested in mathematics than boys and that interest in mathematics decreased with students' age. The results of the study suggest that the importance of autonomy in self-determination theory may need to be examined more closely when it comes to research on adolescents' mathematical interest. However, the results first and foremost indicate that it is important that teachers strengthen students' confidence in their own mathematical abilities in order to increase students' interest in the field. In addition, teachers seem to be able to have a considerable influence on mathematical interest through their interactions with their students.

Samþykkt: 
  • 7.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-FjolnirBrynjarsson.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf208.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF