en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4832

Title: 
  • is Mansal: sívaxandi samfélagsmein
Abstract: 
  • is

    Mansal stefnir hratt í að vera ábatasamasta glæpastarfsemi heims og kemur fast á hælana á vopna- og fíkniefnasölu. Afleiðingar fyrir fórnarlömb mansals eru margvíslegar og gríðarlegar alvarlegar, bæði andlegar og líkamlegar og óvissa er um að fórnarlömb jafni sig nokkurn tímann að fullu eftir slíka lífsreynslu. Það er því ljóst að uppræta þarf þetta sívaxandi samfélagsmein sem allra fyrst. Í þessari heimildaritgerð er sjónum beint að umfangi og eðli mansals og hvað er gert í baráttunni gegn slíkri glæpastarfsemi. Hér á landi er notast við víðtæka aðgerðaáætlun gegn mansali sem íslensk stjórnvöld samþykktu árið 2009 auk þess sem verið að vinna í að fullgilda Palermo bókun Sameinuðu þjóðanna. Mikil áhersla er lögð á að veita fórnarlömbum mansals mikla vernd og aðstoð og því er mikilvægt að hafa öfluga samvinnu milli félagsráðgjafa, lögreglu og viðeigandi stofnana. Auk þess er fjallað um starf félagsráðgjafa sem nýtist vel sem talsmaður fórnarlamba mansals og getur aðstoðað þau við að byggja upp líf sitt að nýju í kjölfar slíks harmleiks sem mansal er.

Accepted: 
  • Apr 30, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4832


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA lokaútgáfa Sigrún Helgadóttir.pdf560.89 kBOpenHeildartextiPDFView/Open