Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48320
Áföll barna geta verið af ýmsum toga og geta haft áhrif á líðan þeirra og leitt af sér margvíslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Áföll geta skapað ótta, öryggisleysi og leitt til ýmissa tilfinningalegra viðbragða og hegðunarvanda ef ekki er brugðist við snemma með viðeigandi þjónustu. Með lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021), er stuðlað að samþættri þjónustu við börn og fjölskyldur til að bregðast við mismunandi vanda og vinna að þverfaglegu samstarfi milli kerfa, með þarfir barna að leiðarljósi.
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig brugðist er við áföllum í nemendahópnum og á hvern hátt ný lög um farsæld barna hafa haft áhrif. Rannsóknin er eigindleg og notast verður við hálfopin viðtöl við skólastjóra og kennara í tveimur skólum í sitt hvoru sveitarfélaginu á höfuðborgarsvæðinu eða átta aðila. Allir viðmælendur hafa mikla reynslu af kennslu og skólastjórnendur af stjórnun. Leitast var eftir því að skoða hvernig grunnskólinn tekur á áföllum í nemendahópnum, hvort til sé aðgerðaráætlun í skólanum, hvernig henni er fylgt eftir, hvort kennarar séu meðvitaðir um aðgerðaráætlun skólans ef upp kemur áfall í nemendahópnum og hvort einhverjar breytingar hafa orðið með tilkomu farsældarlaganna.
Niðurstöður benda til þess að í skólunum tveimur er til aðgerðaráætlun ef upp kemur áfall í nemendahópnum, en lendir oftast á umsjónarkennara að fylgja barni eftir sem lent hefur í áfalli. Kennarar sögðust vilja fá meiri stuðning til að geta sinnt barninu betur sem orðið hefur fyrir áfalli og hafa aðgang að handleiðslu til að geta leitað eftir faglegri þekkingu. Bæði kennarar og skólastjórnendur voru flestir á því að með farsældarlögunum sæju þeir fram á að fá meiri stuðning og að fleiri fagaðilar myndu koma að málum barna innan skólans sem orðið hafa fyrir áfalli.
Childhood traumas can be caused by various factors and can affect a child's well being,
leading to diverse consequences later in life. Traumas can create fear, insecurity, and lead to
various emotional reactions and behavioral problems if not addressed early with appropriate
services. With the Act on Integrated Services for the Well-being of Children (no. 86/2021),
there is a focus on integrated services for children and families to respond to different
challenges and work towards interdisciplinary cooperation between systems, with the needs
of children as a guiding principle.
The aim of the research is to shed light on how incidents in student groups are addressed
and how the new laws on child welfare have impacted this. The research is qualitative, and
semi structured interviews will be conducted with school principals and teachers in two
schools in each municipality in the capital area or eight entities. All respondents have
extensive experience in teaching, and school principals in administration. The study aims to
examine how primary schools handle incidents in student groups, whether there is an action
plan in place, how it is followed, whether teachers are aware of the school's action plan if an
incident occurs in a student group, and whether any changes have occurred with the
introduction of the welfare laws.
The results indicate that both schools have an action plan in place for incidents occurring in
student groups, but it often falls on the supervising teacher to follow up on a child who has
experienced trauma. Teachers expressed a desire for more support to better attend to
traumatized children and access to counseling to seek professional knowledge. Most
teachers and principals agreed that the welfare laws imply increased support and that more
professionals would be involved in addressing the needs of children who have experienced
trauma within the school.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Meistararitgerð skil maí 2024.pdf | 712,93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| Skemman_yfirlysing.pdf | 75,91 kB | Lokaður | Yfirlýsing |