Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48332
Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi félags- og tilfinninganáms (e. social and emotional learning - SEL) í skólastarfi enda félags- og tilfinningafærni lykill að aukinni velferð. Á síðustu árum hafa birst nýjar nálganir og námsefni til eflingar þessarar færni sem kallast SEE learning (e. social, emotional and ethcial learning). SEE Learning er hugarfóstur þverfaglegs rannsóknarteymis á vegum Emory háskóla í Bandaríkjunum. Nálgunin og námsefnið leggur áherslu á að efla vitund (e. awareness), samkennd (e. compassion) og þátttöku (e. engagement) nemenda. Unnið er út frá þremur sviðum: Nemandanum sem einstaklingi, samskiptum hans við aðra og loks hvernig hann er hluti af samfélaginu. Námsefnið er hugsað fyrir öll skólastig á alþjóðavettvangi og stendur nú yfir þýðing þess og forrannsókn hérlendis. Í námsefninu er notast við nýjustu rannsóknir í samkenndar- og athyglisþjálfun, eflingu seiglu með áfallamiðuðum aðferðum og heildrænni nálgun þar sem horft er til samfélagslegra áhrifaþátta með kerfishugsun (e. systems thinking). Markmið þessarar ritgerðar verður þríþætt. Í fyrsta lagi hvað er félags- og tilfinninganám (SEL) og hvert er gildi þess fyrir skólastarf? Í öðru lagi hvað er SEE Learning og hvert er vægi þeirra nýju áherslna sem nálgunin bætir við grunn SEL? Og í þriðja lagi að skoða hagnýtingu SEE Learning innan skólastofunnar í formi námsefnis fyrir yngsta stig grunnskóla. Til að mæta þessum markmiðum verður skoðaður fjöldi rannsókna til að sýna vægi félags- og tilfinninganáms í skólastarfi og hvaða fræðilegi bakgrunnur liggur að baki þeim þáttum sem SEE Learning bætir við í sinni nálgun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Halla Ósk Heiðmarsdóttir_júní2024.pdf | 892.34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 343.03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |