is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48335

Titill: 
  • Lærdómssamfélag á vettvangi frístundastarfs : birtingamyndir og áskoranir að mati reyndra forstöðumanna
  • Titill er á ensku Professional learning community in afterschool settings : manifestations and challenges as assessed by experienced leaders
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fagmennska og forysta á vettvangi frítímans eru viðfangsefni þessarar eigindlegu rannsóknar sem varpar ljósi á birtingamyndir og áskoranir lærdómssamfélags í frístundaheimilum og félagsmiðstöðum. Stuðst er við skilgreiningar á einkennum lærdómssamfélags í skólum sem og skrif fræðimanna um hvað einkennir lærdómssamfélag á vettvangi frístundastarfs. Til að varpa ljósi á birtingarmyndir þess voru tekin sex djúpviðtöl við reynda stjórnendur í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Til að greina gögnin var stuðst við þemagreiningu með aðferðir Braun og Clarke til hliðsjónar. Niðurstöðurnar leiða í ljós að samhljómur er um birtingarmyndir lærdómssamfélags milli stjórnendanna og lýsa þeir starfsháttum og áherslum sem ríma vel við einkenni lærdómssamfélags fagfólks skóla. Þar ber hæst sú mikla áhersla sem stjórnendur leggja á dreifða og styðjandi forystu og menningu sem styður við samstarf. Niðurstöður leiða einnig í ljós að stjórnendurnir leggja þunga áherslu á að vera leiðtogar jafningja og að tryggja starfsánægju.
    Þrjú þemu komu fram í greiningu gagnanna: Leiðtogi jafningja sem valdeflir og treystir, starfsánægja og menning og áskoranir við að byggja upp lærdómssamfélag á síkvikum vettvangi. Niðurstöður rannsóknarinnar draga skýrt fram að það fylgja því áskoranir að þroska lærdómssamfélög á vettvangi frístundastarfs. Þar risu hæst áskoranir á borð við að frístundastarf er unnið af hlutastarfsfólki sem fær lítinn sem engan undirbúningstíma til að sinna fagþróun og mikill meirihluti starfsfólksins er ekki með fagmenntun tengda starfinu. Draga má þann lærdóm af rannsókninni að birtingarmyndir lærdómssamfélags á vettvangi félagsmiðstöðva og frístundaheimila eru margar og þær bera einkenni sem eru sameiginleg lærdómssamfélagi fagfólks skóla. Áskoranir stjórnenda á vettvangi frístundastarfs eru jafnframt töluverðar sökum eðli og umgjarðar starfsins. Rannsókn þessi er hin fyrsta sem skoðar lærdómssamfélag á vettvangi frístundastarfs hér á landi. Hún er því gagnlegt leiðarljós fyrir hinn unga fagvettvang tómstunda- og félagsmálafræða og frístundastarfs, sveitarfélög, fagfélög og yfirvöld menntamála.

  • Útdráttur er á ensku

    This qualitative study examines professionalism and leadership within afterschool programs, shedding light on the manifestations and challenges encountered in establishing a professional learning community (PLC) within such settings for children and adolescents. Drawing from definitions of PLC characteristics in educational institutions and scholarly literature on PLCs in afterschool settings, the study conducted six in-depth interviews with experienced leaders from afterschool centers in the capital area. Employing thematic analysis, guided by Braun and Clarke's methods, the findings indicate consensus among leaders regarding the manifestations of a PLC, with practices and values aligning closely with those observed in school contexts. Notably, leaders emphasize distributed and supportive leadership and a collaborative culture, alongside peer leadership and job satisfaction.
    Three key themes emerged from the analysis: The leader who empowers and trusts, fostering job satisfaction and positive culture, and grappling with challenges in cultivating a professional learning community in a dynamic environment. These challenges include the prevalence of part-time staff with limited preparation for professional development and a lack of formal training among the majority of staff. Despite these hurdles, the study underscores the diverse manifestations of PLCs in afterschool settings, which share commonalities with those in educational institutions. As the first research of its kind in Iceland, this study offers valuable insights for the young field of leisure and social studies, local authorities, professional associations, and educational bodies, serving as a practical resource for navigating the complexities of afterschool programming.

Samþykkt: 
  • 8.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viktor Orri Þorsteinsson - Lærdómssamfélag á vettvangi frístundastarfs - Lokaskil.pdf1,68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf76,66 kBLokaðurYfirlýsingPDF