is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48337

Titill: 
  • Er skátastarf opið öllum? : sýn skátaforingja á inngildingu jaðarsettra hópa í skátastarfi
  • Titill er á ensku Is Scouting open to all? : scout leaders view of the inclusion of marginalised groups in scouting
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að einstaklingar sem tilheyra jaðarsettum hópum eiga ekki jafn greiðan aðgang að tómstundastarfi og einstaklingar sem ekki tilheyra jaðarsettum hóp. Skátahreyfingin er þar engin undantekning. Í grunngildum skátahreyfingarinnar á Íslandi stendur að skátastarf eigi að vera aðgengileg tómstund fyrir öll, en að það aðgengi sé háð mannafla og aðstæðum innan skátahreyfingarinnar hverju sinni og aðgengi því í raun ekki tryggt. Til að bæta úr þeirri stöðu þarf skátahreyfingin að huga sérstaklega að inngildingu jaðarsettra hópa; það er að kerfisbundið útrýma þeim aðgengishindrunum sem kunna að vera til staðar í skátastarfi, einkum með tilliti til þess mannafla sem mótar og rekur skátastarfið um land allt. Þetta meistaraverkefni er eigindleg viðtalsrannsókn á sýn skátaforingja á inngildingu jaðarsettra hópa í skátastarfi á Íslandi. Rannsóknin gekk út á að varpa ljósi á með hvaða hætti unnið sé að inngildingu jaðarsettra hópa í skátastarfi og kanna einnig tækifæri til úrbóta. Skátaforingjar eru þau sem leiða skátastarfið í skátafélögum víðsvegar um landið og í samhengi við inngildandi skátastarf eru skátaforingjar lykilinn að því að tryggja meiri inngildingu. Helstu niðurstöður voru þær að skátaforingjarnir höfðu öll þá upplifun að ákveðnir jaðarsettir hópar ættu greitt aðgengi að starfinu á meðan útilokun annarra hópa væri útbreidd. Þá lýstu skátaforingjarnir skorti á auðlindum á borð við mannauð, fjármagn, verkfæri og fagþekkingu. Þessa þætti vantaði að þeirra mati til að gera starfið meira inngildandi. Skátaforingjarnir lýstu einnig ímyndarvanda skátastarfs sem var talinn bæði orsök og afleiðing þess að ákveðnir hópar væru ekki sýnilegir í skátastarfinu. Tillögur að úrbótum voru gerðar og voru þær meðal annars að auka fræðslu um inngildingu til foringja og þátttakenda, að inngilding sé gerð að menningunni í starfinu, að gera kynningarefni um skátastarf aðgengilegra og að skátahreyfingin fái fleira fólk til liðs við sig svo hægt sé að styðja betur við fjölbreyttar þarfir þátttakenda.

  • Útdráttur er á ensku

    Research shows that individuals who belong to marginalised groups have less access to leisure than individuals that do not belong to a marginalised group. The Scout Movement is no exception. In the core values of the Icelandic Scout Movement it says that scouting should be accessible to all but that accessibility is dependent on human resources and other conditions within the scout movement at each time so access is not a guarantee. To remedy that situation the scout movement needs to consider the possible barriers present in scouting, especially in regards to the people that shape and lead scouting activities all over Iceland. This master's thesis is a qualitative interview study done to capture the experience of scout leaders of the inclusion of marginalised groups in scouting in Iceland. The goal was to illuminate in what way work towards the inclusion of marginalised groups in scouting takes place and discover possible areas of improvement. Scout leaders are those who lead scouting activities in scout groups across the country and in regards to inclusive scouting scout leaders could be the key to ensure more inclusion. The main results were that the scout leaders had all experienced that some marginalised groups had more access to scouting while the exclusion of other groups was common. The scout leaders further expressed that there were some resources, like people, funding, tools and professional knowledge, lacking that could make scouting more inclusive. The scout leaders also described that scouting has an image problem that could be both the cause and result of why certain groups are not present within scouting. Suggestions for improvements were made and included increasing inclusion training for scout leaders and participants, imbedding inclusion into the culture, making informational material about scouting more accessible and that the Scout Movement recruits more scout leaders into their ranks to be able to better accommodate different needs.

Samþykkt: 
  • 8.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48337


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thorhildur_yfirlysing.pdf262,4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
ThorhildurElinardottirMagnusdottir_MEd.pdf773,35 kBLokaður til...14.12.2030HeildartextiPDF