is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48338

Titill: 
  • Aðgengi barna að skapandi efniviði í leikskóla
  • Titill er á ensku Children’s access to creative materials in preschool
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að auka aðgengi barna í leikskóla að efniviði sem tengist sköpun og styðja betur við sköpun þeirra í daglegu starfi. Tilgangurinn er að veita börnum aukin tækifæri til sköpunar á eigin forsendum. Leitað var svara við því hvernig ég sem deildarstjóri get aukið aðgengi barnanna á deildinni að skapandi efniviði og stutt við sköpun þeirra.
    Rannsakandi skoðaði eigin starfshætti með tilliti til aukins aðgengis barna að skapandi efniviði og hvernig hægt væri að aðstoða börnin við að umgangast hann. Þá leitaðist rannsakandi við að efla sjálfstraust og víkka þægindaramma starfsmanna á deildinni gagnvart reglulegri notkun barna á skapandi efniviði.
    Starfendarannsóknin fór fram á einni af fimm deildum, í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á deildinni voru tuttugu og fimm börn og voru þau tveggja til fimm ára (fædd 2018-2021). Gagnaöflun stóð yfir í tólf vikur, frá ágúst til nóvember 2023. Rannsakandi hélt rannsóknardagbók í gegnum ferlið og var dagbókin helsta gagnaöflunin á vettvangi. Gögnin voru flokkuð og greind í þemu.
    Helstu niðurstöður bentu til þess að börnin lærðu að nýta efniviðinn á eigin forsendum. Þau komust í gott flæði í skapandi starfi með efniviðinn og fengu að vinna frjálst með hann. Starfsfólk studdi við hugmyndir barnanna og sköpun og drógu úr kennarastýrðum verkefnum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the research is to increase the access of preschool children to creative materials and to better support their creativity in daily life. The purpose is to grant children further opportunities to creativity on their own terms. Answers were sought as to how I, as a department head, can increase the children’s access to creative materials and support their creativity.
    The researcher reviewed her own M.O. in regards to children's increased access to creative materials and how to better assist the children in handling them. The researcher then sought to strengthen the confidence and widen the comfort zone of the employees in the department regarding the regular use of creative materials by children.
    The action research was conducted in one of five departments, in a preschool in the capital region. There were twenty-five children in the department and their age ranged from two to five years (born 2018-2021). Data collection lasted for twelve weeks, from August to November 2023. The researcher recorded her findings in a research diary throughout the process and the diary was the main source of data collection in the field. The data was grouped and analysed into themes.
    The main findings indicated that the children learned to use the material on their own terms. They got into a good flow in their creative work with the material and were allowed to work freely with the material. The staff supported the children’s ideas and creativity whilst decreasing the amount of teacher-led projects.

Samþykkt: 
  • 8.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðgengi barna að skapandi efniviði í leikskóla.pdf1,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing ÞLK.pdf150,15 kBLokaðurYfirlýsingPDF