Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48341
Markmið rannsóknarinnar var að afla ítarlegra upplýsinga um hvaða áskoranir og tækifæri foreldrar upplifa af snjalltækjanotkun barna sinna og hvernig þeir reyna að tryggja öryggi barnanna í notkun snjalltækja. Upplýsingar sem foreldrar fá í tengslum við örugga snjalltækjanotkun barna eru misvísandi ásamt því að tæknin breytist afar hratt. Við gagnaöflun var notast við rafrænan eigindlegan spurningalista (e. qualitative survey) þar sem þátttakendur skrifa svör við opnum spurningum sem tengjast snjalltækjanotkun barna. Svör þátttakenda voru þemagreind út frá rannsóknarspurningum. Alls tóku þátt 111 foreldrar en aðeins 59(53,15%) svöruðu öllum spurningum, þar af voru 32(53,33%) konur og 28(46,67%) karlar á aldrinum 30-60 ára eða eldri. Greind voru fjögur meginþemu: „Foreldrar leitast við að stýra snjalltækjanotkun barna sinna“, „Snjalltæki veita tækifæri til að afla sér þekkingar og tengjast alheiminum“, „Það er stundum erfitt fyrir barnið að leggja tækið frá sér“og „Stafræni heimurinn mótar sýn barnanna á heiminn og sig sjálf á neikvæðan hátt“. Niðurstöður benda til þess að foreldrar reyna að stýra snjalltækjanotkun barna sinna og beina þeim í átt að jákvæðri notkun þeirra, þeir upplifa snjalltæki bjóða upp á ýmis tækifæri en á sama tíma upplifa þeir ýmsar áskoranir tengt stafrænum heimi. Þeir virðast upplifa ákveðinn ótta gagnvart tækninni, áhrifum hennar á börnin og fjölskyldulífið. En ekki síst gagnvart hlutverki sínu sem foreldri í stafrænum heimi þar sem tæknin breytist ört og þeir geta ekki fylgst með öllu sem þar fer fram. Þessi rannsókn veitir innsýn í óöryggi foreldra gagnvart snjalltækjanotkun barna sinna. Rannsóknin varpar einnig ljósi á mikilvægi þess að rannsaka þurfi viðfangsefnið betur með tilliti til þess að foreldrar eru ekki að fá nægar upplýsingar um hvernig þeir geti stuðlað að öryggi barna sinna í stafrænum heimi. Foreldrar þurfa aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um hvernig þau eiga að taka á snjalltækjanotkun barna sinna.
The study aimed to explore the challenges and opportunities parents face with their children's use of smart devices and how they ensure their safety. Parents often recieve conflicting information on safe smart devices use and technology is changing rapidly. Using a qualitative online survey, participants shared insights on their children‘s smart devices usage. Participants' answers were thematically analyzed based on research questions. A total of 111 parents participated, but 60(53.15%) answered all questions, 32(53.33%) women and 28(46.67%) men aged 30-60 years or older. Four main themes were identified: "Parents seek to control their children's use of smart devices", "Smart devices provide opportunities to acquire knowledge and connect with the universe", "It is sometimes difficult for the child to put the device down" and "The digital world shapes children's vision on the world and themselves in a negative way“. Results indicate that parents try to control their children's use of smart devices and guide them towards positive use, they experience smart devices offer various opportunities but at the same time they experience various challenges related to the digital world. They seem to experience a certain fear of technology, its effects on children and family life. But not least regarding their role as a parent in a digital world where technology changes rapidly and they cannot keep up with everything that happens there. This study provides insight into parents' insecurities regarding their children's use of smart devices. It also highlights the importance of researching the subject more closely, considering that parents are not getting enough information about how they can contribute to the safety of their children in the digital world. Parents need access to reliable information about how to deal with their children's use of smart devices.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
lokaverkefni_hrafnhildur_sigurdardottir.pdf | 1,52 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing_hrafnhildur.pdf | 167,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |