Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48347
Börn og unglingar eru framtíðin og því mikilvægt að þeim líði sem allra best og hafi góða andlega og líkamlega heilsu. Skjánotkun hefur aukist mikið í gegnum tíðina ekki síst hjá börnum og unglingum vegna stöðugrar tækniþróunar og auknu aðgengi að snjalltækjum. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að vita um tengslin milli skjánotkunar og andlegrar heilsu hjá börnum og unglingum því börn og unglingar eiga að fá þá hjálp sem þau þurfa og því mikilvægt að hlúa að heilsu þeirra. Eins og farið verður yfir í þessari rannsóknarritgerð þá hafa rannsóknir sýnt að of mikil skjánotkun barna og unglinga tengist andlegri og líkamlegri líðan á neikvæðan hátt. Of mikil skjánotkun tengist til dæmis auknum þunglyndiseinkennum, óhamingju, vanlíðan, kyrrsetu o.fl.. Jafnframt er ljóst að sjálfsálit unglinga hefur farið minnkandi á svipuðum tíma og notkun unglinga á snjalltækjum hefur aukist. Í þessari rannsókn var skoðað hvort greina mætti tengsl milli snjallsímanotkunar á skólatíma og vanlíðanar hjá unglingum á Íslandi. Skoðuð voru fyrirliggjandi gögn úr könnun úr Skólapúlsinum sem fór fram haustið 2023. Þar tóku 1560 10. bekkingar þátt úr 96 skólum á Íslandi. 88,7% nemenda voru með snjallsímann með sér í skólanum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að því meira sem síminn var notaður yfir daginn í skólanum því meira var stress og kvíði hjá unglingunum. Þeir unglingar sem voru meira en klukkutíma á dag í símanum í skólanum upplifðu mesta stressið og kvíðann. Mikilvægt er fyrir starfsfólk skóla, foreldra og unglingana sjálfa að vita um tengslin á milli snjallsímanotkunar og þess að upplifa kvíða og stress. Þessi neikvæðu tengsl gefa okkur vísbendingar um að vera vakandi fyrir óhóflegri notkun á snjallsímum og öðrum tækjum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð pdf.pdf | 748.26 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing (1) skil.pdf | 91.94 kB | Lokaður | Yfirlýsing |