en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/4834

Title: 
  • Title is in Icelandic Markaðsvæðing barna. Markaðurinn, fjölmiðlar og vörur með vísun í kynferðislegar ímyndir barna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð sem er lokaritgerð til BA prófs í félagsfræði er fjallað um markaðsvæðingu barna, markaðinn, fjölmiðla og vörur sem vísa í kynferðislegar ímyndir barna. Börn eru nú orðin stór markhópur og eru sífellt fleiri fyrirtæki sem markaðssetja ýmiskonar varning og afþreyingu sérstaklega til barna. Lagaumhverfið gegn markaðssetningu til barna er ábótavant. Umfjöllun um internetnotkun barna hefur þó fengið aukna athygli varðandi eftirlit og reglur. Fyrirtæki nýta sér ómótuð börnin til þess að auglýsa og selja vörur með öllum tiltækum hætti. Fyrirtæki ráða nú til sín sálfræðimenntað fólk sem finnur út hvernig áhrifaríkast er að ná þessum ungu neytendum til sín. Yngri börn sækjast í vörur sem markaðssettar eru fyrir eldri börn. Ýmsar vörur líkt og leikföng, fatnaður og snyrtivörur eru nú framleiddar fyrir ung börn með kynferðislegri skírskotun. Foreldrar og aðrir eftirlitsaðilar eru áhyggjufullir yfir stöðu og þróunar þess umhverfis sem börnin lifa nú í. Gerð var óformleg könnun á leikfangadúkkum í verslunum Hagkaupa og Toys´R´us. Vinsælustu dúkkurnar eru Barbie, Bratz og Moxie girlz, en þróunin virðist vera sú að persónugera dúkkurnar sem mest, ásamt óeðlilegu útliti, miklum farða og kynþokkafullum klæðnaði. Sá markhópur sem dúkkurnar eru markaðssettar fyrir er að færast neðar í aldri á meðan dúkkurnar verða sífellt óeðlilegri og klámfengnari í útliti. Markaðurinn sækist ekki lengur eftir athygli foreldra, nú eru það börnin sem markaðurinn vill. Það er því á ábyrgð foreldra og samfélagsins að tryggja að markaðurinn haldi sig innan siðferðislegra marka í auglýsingum til barna og unglinga.

Accepted: 
  • Apr 30, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4834


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð 2010 Meginmál.pdf549.85 kBLockedMeginmálPDF
BA ritgerð 2010 Forsíða útdráttur og formáli.pdf230.49 kBLockedForsíða, útdráttur og formáliPDF