Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48353
Í þessu lokaverkefni verður fjallað um stærðfræði í leikskólanum. Hugmyndin með verkefninu er að skoða hvernig börn í leikskólanum læra stærðfræði og hvert er hlutverk kennara í því að kynna börnum stærðfræði í leikskólanum á áhugaverðan hátt. Einnig verða skoðaðir undir flokkar stærðfræðinnar og hvernig börnin læra helstu megin hugtök í þessum undirþáttum. Markmiðið er að skilgreina góðar leiðir til að kenna börnum í leikskólanum stærðfræði á árangursríkan hátt. Með það í huga að leikur er megin námsleið barnanna og að börnin læra með virkri þátttöku í náminu, var gerður hugmyndabanki með stærðfræðiverkefnum sem ýta undir stærðfræðilega hugsun barna og hvetja börn til að læra um stærðfræðilegt hugtök. Öll verkefnin eru sett fram á vefsíðunni „Stærðfræði í leikskólanum- hugmyndabanki“. Flest verkefnin á vefsíðunni eru unnin með börnum í leikskólanum á vinnustaðnum mínum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni zavrsen Skemma.pdf | 788,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlysing.pdf | 207,47 kB | Lokaður | Yfirlýsing |