Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48361
Tómstundir eru mikilvæg lífsgæði fyrir alla hópa samfélagsins og þar eru fangar engin undantekning. Undanfarin misseri hafa málefni fanga verið áberandi í umræðunni á Íslandi, bæði hjá fjölmiðlum sem og hjá stjórnvöldum. Gagnrýni hefur beinst að því að í afplánun fanga sé ekki hugað nógu vel að betrun og endurhæfingu. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða hlutverk virk tómstundaiðkun gæti gegnt innan veggja fangelsa til að stuðla að farsælli endurkomu fólks í samfélagið, að lokinni afplánun. Fjallað verður um niðurstöður rannsókna sem beint hafa sjónum sínum að mikilvægi tómstunda fyrir fanga, hvernig tómstundir geta dregið úr endurkomutíðni og hvaða áherslur stjórnvöld leggja á tómstundir innan veggja fangelsa. Til þess að svara rannsóknarspurningunni sem lá verkefninu til grundvallar var upplýsinga aflað með tvenns konar hætti, annars vegar með heimildaöflun þar sem fræðilegar greinar og bækur um tómstundaiðkun fanga voru rýndar og hinsvegar með viðtali við einstakling sem hefur afplánað fangelsisdóm og hefur gegnt hlutverki talsmanns félags fanga hin síðari ár. Tómstundir geta verið stór hluti í því að betrun eigi sér stað á meðan afplánun stendur, sem og geta þær stutt við persónulegan vöxt einstaklinga. Niðurstöðurnar munu leiða í ljós mikilvægi tómstundaiðkunar fyrir fanga og því mikla hlutverki sem tómstundir gegna fyrir fólk og ávinning þeirra fyrir samfélagið allt. Verkefnið er framlag til þess að bæta stöðu þekkingar á mikilvægi tómstunda fyrir viðkvæma hópa samfélagsins, í þessu tilviki fanga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA - Ritgerð - Lokaskil - AESJ.pdf | 381.88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing á lokaverkefni.pdf | 794.44 kB | Lokaður | Yfirlýsing |