is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48362

Titill: 
  • Stundirnar í tóminu : gildi tómstunda fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni hefur þann tilgang að varpa ljósi á mikilvægi tómstunda fyrir krabbameinssjúklinga eftir að þeir fá greiningu. Hugmyndin fæddist sökum þess að fræðileg umfjöllun um málefnið hér á landi er takmörkuð. Stuðst var við erlendar fræðilegar heimildir með áherslu á gildi tómstundaiðkunar fyrir einstaklinga sem greinast með krabbamein. Einnig voru tekin hálfstöðluð viðtöl við tvo einstaklinga sem hafa reynslu af sjúkdómnum, til að varpa dýpra ljósi á viðfangsefnið. Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að tómstundaþátttaka er mikilvæg og mæta vel þeim áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir við krabbameinsgreiningu og krabbameinsmeðferð. Tómstundir skapa rými fyrir félagsleg samskipti og stuðning meðal jafningja sem deila svipaðri reynslu. Einnig hefur tómstundaþátttaka áhrif á heildarlífsgæði krabbameinssjúklinga og þar á meðal andlega heilsu. Við ljúkum ritgerðinni með ákalli til heilbrigðistofnana um að ráða tómstunda- og félagsmálafræðinga sem mikilvægt fagfólk í teymum sem starfa í þágu krabbameinssjúklinga, til þess að stuðla að heildrænni velferð og bata einstaklinga sem berjast við krabbamein.

Samþykkt: 
  • 9.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL Á BA.pdf411.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing (27).pdf481.9 kBLokaðurYfirlýsingPDF