Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48363
Lokaverkefnið mitt er greinargerð og handbók um það hvernig hægt er að nýta Uppeldi til ábyrgðar (UTÁ) í frístundastarfi. UTÁ er uppeldisstefna sem gengur út það að einstaklingar fái tækifæri til þess að þekkja þarfir sínar og að uppfylla þær á jákvæðan hátt. Með aðferðum stefnunnar læra einstaklingar að gera sér grein fyrir því að þeir hafi val um hegðun og fái aðstoð við að læra af mistökum sínum en ef þeir misstíga sig fá þeir tækifæri til að gera áætlun um að breyta um hegðun til þess að þeir verði besta útgáfan af sjálfum sér. Yfirleitt eru verkfæri UTÁ sniðin að skólastarfi en í handbókinni er sýnt fram á það hvernig hægt er að nýta þær leiðir í starfsemi frístundaheimilis. Á frístundaheimilum er unnið að því að tryggja öryggi barna og hugað að frjálsum leik þeirra í starfinu, UTÁ hentar vel fyrir starfið, þar sem er unnið er því að auka velferð barnanna með því að efla sjálfstraust þeirra og sjálfsþekkingu. Rannsóknir sem sagt er frá í greinargerðinni sýna fram á að UTÁ hentar vel í skólastarfi og það er áhugavert að sjá hvort það hefur einnig jákvæð áhrif á starfið innan frístundarinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKAVERKEFNIÐ MITT.pdf | 568.28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Handbók - Heiða pdf.pdf | 3.54 MB | Opinn | Handbók | Skoða/Opna | |
Skemma.pdf | 54.56 kB | Lokaður | Yfirlýsing |