Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48364
Það er margt sem bendir til þess að sjálfsmynd barna með ADHD sé bjagaðri en hjá öðrum börnum, en léleg sjálfsmynd getur leitt til kvíða eða þunglyndis á unglings- og fullorðinsárunum. Lokaverkefni þetta samanstendur af fræðilegri greinargerð auk barnabókarinnar Birtu sem ætluð er börnum á aldrinum fimm til átta ára. Greinagerð þessi fjallar um birtingarmynd sjálfsmyndar ungra barna með ADHD og þær aðferðir sem kunna að hjálpa foreldrum og forráðamönnum til við eflingar á sjálfsmynd þeirra. Markmiðið með greinagerðinni er að skoða hvernig ADHD birtist hjá ungum börnum og hvernig áhrif það kann að hafa á sjálfsmynd þeirra. Fjallað er almennt um ADHD röskunina og hvernig hún birtist hjá ungum stúlkum samanborið við drengi. Einnig er varpað ljósi á mikilvægi þess að stelpur fái greiningu á réttum tíma. Rannsóknir hafa sýnt að strákar greinast í meiri mæli með ADHD heldur en stelpur og fá fyrr greiningu. Tilgangur bókarinnar er að auka bæði fræðslu til barna og umræðu um málefnið. Í bókinni er að finna umræðuspurningar sem kunna að vekja börn til umræðu um bæði ADHD og sjálfsmyndina. Niðurstöður benda til þess að snemmgreining á ADHD og leiðandi uppeldishættir hafa jákvæð áhrif á sjálfsmynd barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birta - Greinagerð um barnabók til að efla sjálfsmynd ungra barna með ADHD greiningu á aldrinum fimm til átta ára.pdf | 269.08 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Birta barnabók.pdf | 149.32 MB | Lokaður til...04.09.2090 | Bók | ||
Skemman_yfirlysing.pdf | 98.08 kB | Lokaður | Yfirlýsing |