is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48365

Titill: 
  • Fögnum fjölbreytileikanum : tómstundaþátttaka barna og unglinga með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um þátttöku barna og unglinga með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í tómstundastarfi, með áherslu á frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Fjallað er um mikilvægi tómstunda almennt fyrir börn og unglinga og sjónum síðan beint að þátttöku og hindrunum barna af erlendum uppruna í tómstundastarfi. Þá er einnig fjallað um mikilvægi tómstundaiðkunar í að skjóta rótum í nýju samfélagi og að ná árangri í leik og námi. Hlutverk mennta- og frístundakerfisins verður skoðað með áherslu á þær leiðir sem teljast árangursríkar til að tryggja inngildandi umhverfi fyrir börn, unglinga og fjölskyldur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Í ritgerðinni er varpað ljósi á mikilvægt hlutverk starfsfólks á vettvangi frítímans og hvernig það getur getur rutt úr vegi hindrunum fyrir börn og ungmenni með skipulagningu frístundastarfs sem miðar að jákvæðri upplifun allra sem njóta og að því koma. Samstarf og tengsl við foreldra og fjölskyldur eru einnig til umfjöllunar. Niðurstöður benda til þess að á vettvangi frístundaheimila og félagsmiðstöðva gefist mörg tækifæri til að stuðla að inngildingu barna og unglinga með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Starfsfólk á vettvangi frítímans getur gegnt þýðingarmiklu hlutverki menningarlegra brúarsmiða og tengt saman börn og unglinga af erlendum uppruna við mikilvægar stofnanir á borð við skóla, sem og verið mikilvægur tengiliður milli heimila og stofnana í lærdómsumhverfi barna og unglinga. Ritgerðin er framlag til þekkingar á stöðu barna og unglinga af erlendum uppruna í frístundastarfi og hvaða mikilvæga hlutverki tómstunda- og félagsmálafræðingar geta gegnt til að tryggja farsæld þeirra.

Samþykkt: 
  • 9.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA LOKARITGERÐ_LOKAEINTAK_ALB_0105.pdf413.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_ALB.pdf290.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF