is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48370

Titill: 
  • Búferlaflutningar milli sveitarfélaga : áhrif á náms- og félagslega stöðu grunnskólabarna og upplifun þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Búferlaflutningar tíðkast alls staðar í heiminum, innan lands og milli landa. Slíkt getur stafað af fjölmörgum ástæðum þó helsti drifkraftur þess sé leit að betri lífs- og búsetugæðum. Búferlaflutningar barnafjölskyldna geta verið flóknir og reynist erfiðari eftir því sem börn verða eldri. Helstu ástæður búferlaflutninga er vegna atvinnutækifæra, fjölskyldutengsla, aukins öryggis o.fl. Þættir eins og námsframvinda, félagsleg staða og myndun nýrra vinasambanda á nýjum stað eru áskoranir sem börn þurfa að takast á við. Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif búferlaflutninga milli sveitarfélaga á náms- og félagslega stöðu grunnskólabarna á aldrinum 8 til 11 ára og upplifun þeirra af flutningunum. Tekin voru hálfopin viðtöl við fullorðna einstaklinga sem á þessum aldri fluttu búferlum til eða frá höfuðborgarsvæðinu og er því um eigindlega rannsókn að ræða. Niðurstöður leiddu í ljós að áhrifaþættir búferlaflutninga meðal grunnskólabarna eru ólíkir og margvíslegir sem byggja á ólíkum persónugerðum einstaklinga. Upplifanir einstaklinganna af flutningnum voru mismunandi en þó var að finna jákvæðni og spennu hjá þeim í gegnum breytingarnar. Niðurstöðurnar varpa því ljósi á ólíka reynslu einstaklinga á búferlaflutningum í grunnskóla og ljóst að margt þarf að hafa í huga þegar gengið er í gegnum flutninga með börn. Því er mikilvægt að skólasamfélagið hugi vel að þeim nemendum sem flytja búferlum milli sveitarfélaga og hafa virkt móttökuferli til að auðvelda aðlögun barna í nýju skólaumhverfi.
    Lykilorð: búferlaflutningar, grunnskólabörn, námsframvinda, félagsleg staða, vinatengsl

Samþykkt: 
  • 12.8.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Stefanía Björg.pdf419,65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf134,27 kBLokaðurYfirlýsingPDF