Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48374
Fjármálalæsi er skilgreind sem geta fólks til að taka fjárhagslegar ákvarðanir út frá eigin hagsmunum til skamms og langs tíma og er þannig tæki til að stuðla að minni mismunun í samfélaginu. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á að nemandi eigi við lok 10. bekkjar að geta tekið ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og einnig geti veitt valdhöfum eðlilegt aðhald, hvort sem þeir eru í fjármálalífinu, stjórnmálum, fjölmiðlum eða á öðrum sviðum.
Í rannsókninni er kannað hvernig kennarar meta hæfni nemenda í fjármálalæsi og hvort nemendur standist hæfniviðmið samfélagsgreina sem er að nemendur geti tekið ábyrgð á eigin fjármálum við lok grunnskóla. Einnig er kannað sérsvið kennara í fjármálakennslu, hvaða kennsluefni er í boði og hvaða námsefni og kennsluaðferðir þeir nota.
Gagna var aflað með viðtölum við kennara í fimm skólum á höfuðborgarsvæðinu. Viðmælendur höfðu það allir sameiginlegt að kenna stærðfræði og notuðu efni úr stærðfræðibókum til kennslu í fjármálalæsi. Það var þó mismunandi hversu djúpt hver og einn kennari fór í efnið og hversu mikið efni var notað til að dýpka skilning nemenda.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að allir viðmælendur lögðu mat á kunnáttu nemenda sinna út frá hæfniviðmiðum stærðfræðinnar frekar en út frá viðmiðum samfélagsgreina, enda töldu allir viðmælendur þau viðmið vera óraunhæf til þess að meta nemendur sína.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þetta eru skil á lokaritgerð.pdf | 366,53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfl gunnar.pdf | 190,4 kB | Lokaður | Yfirlýsing |