Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48380
Markmiðið með gerð bæklingsins Gerum þetta saman er að undirstrika mikilvægi sjálfræðis og valdeflingar fatlaðs fólks. Bæklingurinn er ætlaður starfsfólki innan búsetuþjónustu fatlaðs fólks. Honum er ætlað að hjálpa þjónustuveitendum að skilja hvað aðstæðubundið sjálfræði er og hvernig birtingarmynd þess er hjá fötluðu fólki. Með bæklingnum viljum við vekja athygli á að sjálfræði eins og það hefur birst hingað til hentar ekki þegar verið er að tala um sjálfræði fatlaðs fólks og viljum við því vekja athygli fólks á hugtakinu aðstæðubundið sjálfræði. Í bæklingnum er leitast við að svara spurningunni “hvernig getur aðstæðubundið sjálfræði stutt við sjálfræði og valdeflingu fatlaðs fólks?”. Við munum fara yfir skilgreiningu Kants á sjálfræði ásamt hugtakið aðstæðubundið sjálfræði, þar munum við benda á þá staðreynd að ef kenning Kants er notuð til að skilgreina sjálfræði erum við að útiloka stóran hóp fólks sem ekki getur af einhverjum ástæðum tekið sínar ákvarðanir eitt og óstutt.
Bæklingurinn mun byggja á kenningum fræðimanna um aðstæðubundið sjálfræði, valdeflingu og mannréttindi út frá samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þegar samfélag notar kenningu Kants til útskýringar á sjálfræði er verið að ganga út frá því að einstaklingar geti einir og óstuddir tekið ákvarðanir án þess að verða fyrir áhrifum annara. Ef við hins vegar horfum á aðstæðubundið sjálfræði kemur þar fram að við sem einstaklingar í samfélagi manna erum alltaf mótuð af reynslu okkar og skoðunum ásamt því samferða fólki
sem við ferðumst með í gegnum lífið. Sýnt hefur verið fram á að stuðningur og valdefling er grundvallaratriði í lífi margs fatlaðs fólks til að styðja við rétt þess til að beita eigin sjálfræði. Þegar við notum hugmyndafræðina um aðstæðubundið sjálfræði til að skilgreina sjálfræði einstaklinga erum við að gefa öllum tækifæri á því að virkja sjálfræði sitt og þannig ýtum við undir valdeflingu og sjálfræði fatlaðs fólks.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð. Aldis Björk og Guðbjörg Hall..pdf | 580.87 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Bæklingur Aldís Björk og Guðbjörg Hall.pdf | 827.46 kB | Opinn | Bæklingur | Skoða/Opna | |
Yfirlysing.pdf | 182.08 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Bæklingur.mp3 | 15.29 MB | Opinn | upplestur á bæklingi | MPEG Audio | Skoða/Opna |